Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 50
51
kvenna, sögusamúðin er þeirra megin og málefni sem brenna eða hafa
brunnið á konum á þeim tíma sem kvæðin voru vinsæl, eru meginþemu
þeirra: ástir, girnd, ágengir karlmenn, ást í meinum, varðveisla meydóms-
ins – og afleiðingar sem hljótast af því að glata honum, á stundum grófar
og blóði drifnar nauðganir og barnsfæðingar sem fylgja í kjölfarið á þessu
öllu, gjarnan þríburafæðingar og hinn óumflýjanlegi dauði barnanna.
Við þetta má einnig bæta hefnd kvenna sem minnir jafnvel á langminn-
ugar kvenhetjur hetjukvæða eddukvæða eða Íslendingasagna. Reyndar
eru nokkur gamankvæði undantekning frá þessari meginreglu, en þar er
framhleypnum ungum konum refsað með nauðgunum og niðurlægingu á
meðan hlegið er að dáðlausum körlum.
Bandaríski fræðimaðurinn Paul Acker, sem hefur talsvert skrifað um
íslenska sagnadansa, telur að jafnvel megi líta á kvæðin sem tæki til að
styrkja konur og efla kvenhlutverkið. Þar hafi konur lært að þær geti mót-
mælt, og þær geti hefnt harma sinna. Konur kvæðanna séu sterkar og
minni jafnvel á konur eddukvæðanna að því leyti.18 Hér á eftir verður rætt
hvort þetta sé raunin.
„Fattar hefur hann fingur og smá“
Málfar og stíll sagnadansa bera þess augljós merki að kvæðagreinin er inn-
flutt; sérkennileg og „óíslenskuleg“ orð eru algeng, til dæmis er víða talað
um „hægaloft“, það er háaloft sem var íverustaður kvenna, kona „stár sig
með barni“ og formúlan „fattar hefur hann fingur og smá“ sem kemur víða
fyrir og verður nánar rædd hér síðar. Beygingar orða eru brenglaðar, end-
ingar vantar oft á tíðum og íslenskum bragfræðireglum er sjaldnast fylgt,
ljóðstafir eru sjaldgæfir en þó eru fornar reglur um atkvæðalengd oft við-
hafðar. Einstöku sinnum bregður fyrir stuðlun, en hún virðist frekar dæmi
um hinn blómaða stíl riddarasagna en fornar norrænar bragreglur, „hvítir
hestar“, „gráir gangvarar“ o.þ.h. Tungutakið ber vitni um hraðsoðnar þýð-
ingar og jafnvel slangur síns tíma og ljóst er að dansendur hafa ekki hirt um
hvort kvæðin væru á kórréttri íslensku. Slíkt gerðist þó ekki aðeins í dæg-
urlagatextum. Guðbrandur biskup Þorláksson vandaði um við þýðendur
sálma í formála Sálmabókarinnar frá árinu 1589 en áður höfðu sálmaþýð-
ingar oft verið ákaflega hroðvirknislegar og ljóðstafareglum lítt eða ekki
18 Paul Acker, „Performing Gender in the Icelandic Ballads“, New Norse Studies: Essays
on the Literature and Culture of Medieval Scandinavia, ritstj. Jeffrey Turco, Ithaca,
New York: Cornell University Library, 2015, bls. 301–319.
„REIF HANN HENNAR STAKKINN, REIF HANN HENNAR SERK“