Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 112
114
a. Beach Casanova, mynd um gleðigaur, sem flækist um frönsku
Riveruna [svo] og lendir í ýmsum ævintýrum,67
b. Gleðigaurar þessir hala inn um það bil 100.000 krónur á mán-
uði.68
Þar sem orðið gaur hefur verið notað í heldur óvirðulegri merkingu um
karlmenn, sbr. orðabókarskýringarnar „langur sláni strákur óþokki,
dóni“,69 má segja að orðið gleðigaur sé ekki eins hlutlaust og gleðimaður eða
gleðikarl.
Þá er ótalið orðið gleðisveinn sem fimm dæmi eru um á Tímarit.is frá
árunum 1945–2008. Það hefur bæði verið haft um gleðimenn og skemmti-
krafta. Í elsta dæminu, (19)a., lýsir Halldór Laxness andstæðum í ljóðum
Davíðs Stefánssonar og notar orðið um lífsnautnamann. Skemmtikraftar
koma fyrir í dæmum úr fjölmiðlum frá þessari öld; (19)b. er úr dagskrá
landbúnaðarsýningar og (19)c. úr frásögn af þorrablóti.
a. annarsvegar gleðisveinninn sem slævir þjáning sína með heims-
lystum, hinsvegar spámaðurinn, vandlætarinn, sem hirtir þjóð
sína um leið og hann boðar betri heim.70
b. Kynnir: Hjörtur Benediktsson, eftirherma og gleðisveinn71
c. Til hliðar við sviðið á stórum skjá, birtust tveir gleðisveinar –
báðir þjóðkunnir fyrir söng grín og gleði. […] Þetta eru þeir
Raggi Bjarna og Hemmi Gunn,72
Úr því að um skemmtikrafta er að ræða í yngri dæmunum, (19)b. og c.,
kynni einhver að túlka orðið gleðisveinn þannig að maðurinn veiti öðrum
gleði en sé ekki aðeins gæddur gleði eða gefinn fyrir gleðskap. Það er þó
ekki gerandnafn eins og orðið gleðigjafi „sá eða sú sem veitir öðrum gleði“
og andheiti þess, gleðispillir „sá eða sú sem eyðileggur gleðina yfir einhverju
fyrir öðrum“.73 Þessi tvö gerandnöfn eru einnig ólík öðrum gleði-orðum,
67 Alþýðublaðið, 17. janúar 1974, bls. 9.
68 Vikan, 12. september 1985, bls. 62.
69 Íslensk orðabók, bls. 292.
70 Halldór Kiljan Laxness, „Davíð Stefánsson fimtugur“, Lögberg 13/1945, bls. 2–3,
hér bls. 3.
71 24 stundir, 19. ágúst 2008, bls. 25.
72 Þorgeir Ástvaldsson, „Upprifjun frá liðnu þorrablóti“, Búðardalur.is, 19. janúar
2015, sótt 8. mars 2018 af https://budardalur.is/2015/01/19/upprifjun-fra-lidnu-
thorrabloti/.
73 Íslensk nútímamálsorðabók, sótt 21. mars 2018 af http://islenskordabok.arnastofn -
un.is.
Guðrún Þórhallsdóttir
(18)
(19)