Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 79
81
ákærða frá upphafi rannsóknar málsins, að hann hefði gerst sekur um þann
verknað sem í ákæru greindi. Í niðurstöðum Hæstaréttar sagði: „Kærandi
skýrði svo frá fyrir héraðsdómi að ákærði hefði sagst vera á bíl og boðið
sér far, en þegar til kom hefði svo ekki verið heldur hefði hann kallað á
leigubíl og boðið sér með. Kærandi þáði boð ákærða.“ (Leturbreyting okkar).
Framsetning á málavöxtum er gildishlaðin, rétt eins og kæranda hafi borið
að afþakka farið þar sem ákærði var ekki á bíl enda þótt það sé ekki sagt
berum orðum.
Annað dæmi er í dómi Hrd. 1993 bls. 198, en þar var sakfellt meðal
annars fyrir að drengur hafði þröngvað stúlku til holdlegs samræðis með
ofbeldi og með aðstoð meðákærðu, E, H og V, sem og ósakhæfs pilts, sem
tóku þátt í að færa stúlkuna úr fötum og héldu höndum hennar og fótleggj
um meðan á samræði stóð. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur
staðfesti, segir:
Ljóst er í málinu að ákærðu ryðjast í framangreint sinn inn á heimili
kæranda og sýna henni mikinn yfirgang. Þó að segja megi, að kær
andi hefði getað látið andstöðu sína í ljós með harkalegri viðbrögð
um er ljóst, að kynferðislegir tilburðir ákærðu gagnvart henni voru
gegn vilja hennar…
Við ákvörðun refsingar tekur Hæstiréttur þó afstöðu til brotsins, en þar
segir: „Hins vegar verður að hafa hliðsjón af því, að ákærðu stóðu í sam
einingu að þeirri svívirðilegu háttsemi gagnvart 14 ára gamalli stúlku…“
Þegar litið er til þess hve brotið er alvarlegt vekur furðu að héraðsdómur
telji stúlkuna ekki bregðast eins harkalega við og rétt og eðlilegt þyki í
þessum aðstæðum. Hafa verður í huga að öll viðbrögð kvenna við nauðgun
eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum og þau miða að því að kon
urnar reyna að hafa einhverja stjórn á eigin lífi.52
Rannsókn sem gerð var á einkennum og meðferð nauðgunarmála sem
bárust lögreglu á árunum 2008 og 2009 leiddi í ljós að viðbrögð eða mót
spyrna brotaþola einkenndist oft af því að þær mótmæltu gerendunum.
Þegar gerendur virtu mótmælin að vettugi streittust brotaþolar á móti í
hluta málanna og í nokkrum málum viðhöfðu þær virka líkamlega mót
spyrnu. Í öðrum hluta mála einkenndust viðbrögðin af hræðslu og/eða
áfalli og brotaþolar sýndu í kjölfarið enga líkamlega mótspyrnu. Í enn
52 Guðrún Jónsdóttir, Um nauðganir: Afleiðingar, málsmeðferð, Stígamót, Reykjavík:
Stígamót, 2012, bls. 12.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“