Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 23
23
að Gréta hafi „komið „stökkvandi“ á sig og kveðst ákærði hafa haldið að
hún ætlaði að grípa í pung hans, eins og hún hefði gert áður“.20
Frammi fyrir sakadómi Reykjavíkur 3. febrúar lýsir Bragi því loks yfir
að hann axli ábyrgð á láti eiginkonu sinnar, en bætir því svo við að hún hafi
samt stytt sér aldur, því að hann hafi einungis vafið böndunum um höfuð
hennar og háls og skilið hana á þann hátt eftir. Hann kveðst „ekki hafa hert
böndin að […], heldur hafi hann sagt við hana, um leið og hann hafði lokið
þessu verki sínu, hvort hún vildi ekki hengja sig“.21
Árið 1998 tók Gerður Kristný viðtal við Braga, þar sem hún spurði
hann út í lífshlaup hans og atburðina sem leiddu til dómsins yfir honum.
Bragi var þá laus úr fangelsinu og að jafna sig eftir hrottalega hnífstungu-
árás sem átti sér stað að morgni 26. desember 1997. Sonarsonur Braga
hafði ráðist á hann í sömu risíbúðinni að Klapparstíg og Bragi myrti sjálfur
eiginkonu sína tæpum tíu árum fyrr og stakk hann ítrekað „í andlit, hand-
leggi, bak, háls, brjóst og kvið“ með „tveimur hnífum og skærum“, en svo
ofsafengin var árásin að stungusárin skiptu tugum.22 Þegar hér var komið
sögu hélt Bragi sig fast við sjálfsvígsfrásögnina og sagði að þarna hefði
Grétu loks tekist ætlunarverk sitt. Lögreglan hefði einfaldlega viljað klína
þessu á hann vegna þess að henni hefði ekki tekist að góma hann fyrir tíu
ára eiturlyfjasölu.23 Þegar hann er spurður að því hvernig hann geti enn
búið í sömu íbúð og konan hans lést í svarar hann einfaldlega: „Ég hef oft
verið spurður að því hvernig ég geti búið hér en einhvers staðar verð ég
að vera.“24
Bragi er margsaga í lýsingum á atburðum kvöldsins. Í upphafi segir
hann að Gréta hafi sjálf stytt sér aldur, en svo varð drápið óviljaverk sem
fórnarlambið bar einnig ábyrgð á vegna þess að Gréta réðst að fyrra bragði
á Braga, uns hún féll aftur fyrir eigin hendi. En það er ekki sviplegur dauði
Grétu sem er Braga efst í huga í viðtalinu við Gerði, því að þar ítrekar
morðinginn fyrst og fremst ást sína á hinni myrtu. undir lokin á viðtal-
inu kemur fram að við höfðagaflinn á rúmi Braga hefur hann raðað hlut-
um sem hann vill hafa nærri og er þar að finna mynd af Grétu heitinni í
litlum „hjartalöguðum ramma“. Gerður leggur ekki út af þessari staðreynd
20 Úr dómi Sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1988, bls. 646.
21 Sama heimild, bls. 646.
22 „Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og tvær líkamsárásir“, Morgunblaðið
23. maí 1998, bls. 10.
23 Gerður Kristný, „Sé eftir að hafa fæðst!“, Séð og heyrt 10/1998, bls. 13-14.
24 Sama heimild, bls. 14.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“