Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 218
225
urinn kann varla nokkur deili á ættfólki sínu sem lifði fyrir svona löngu
síðan – jafnvel þó að sumt þeirra sé enn á lífi. Þannig vindur sögunni fram.
Jakobína lætur mann ekki heldur gleyma litlu börnunum á bænum – þau
eru virkir þátttakendur. Þegar bóndi kemur loks inn og sest við borðið nær
hann afbragðssambandi við unga manninn í spjalli um vélar og tækjabúnað
og í framhaldinu bætist enn í tímalög sögunnar, því að bóndi vill ekki að
kona sín fari kasólétt á traktorinn. Sagan fjallar meðal annars um vélvæð-
ingu Íslands og um síðbúna komu rafmagnsins. „Þetta er ykkar tími“, segir
gamla konan „við sjálfa sig“ (21). En um þessi nútímaskil hefur hún samt
sitt að segja, út frá eigin reynslu: „Þessi blessaða þjóð, sem átti engar vélar
og þekkti varla hjól nema af afspurn“ (24) og hún greinir frá því þegar hún
fékk prjónavél og varð svo upptekin við hana að ljóðmælin hans Stephans
G., einnig nýkomin til hennar, urðu að bíða. „En enginn hlustar á gömlu
konuna“ segir í sögunni (25), en þarna eru nú orðin hennar samt, komin
til okkar, þó svo að karlarnir ryðjist síðan aftur inn á svið sögunnar með
erindi sem teljast meira áríðandi.
Gamla konan stendur utanveltu þegar þessi einfalda en merkingar-
ríka hversdagsveisla leysist upp og ávörpuð svarar hún „Heyrirðu stynja
– storminn úti – yfir mínum – missi þunga“ og segist síðan hafa verið að
„tala við hann Jónas“. „Og meir að segja þýtt“, segir dóttirin glettnislega,
sem sjálf hefur verið í hlutverki þýðanda í samræðunum (27). Í smásögu
Jakobínu fer gamla konan þarna með okkur yfir í „Grasaferð“ Jónasar
Hallgrímssonar – sem stundum er talin fyrsta nútímasmásaga á íslensku –
og þar beint inn í merkilegar samræður stúlku og stráks um skáldskap og
þýðingar.14 Á sögusviði Jónasar eru flutt ljóð, í þessu tilviki þýðing á ljóði
eftir adam Oehlenschläger, vögguvísa um barn og dauða, sem Jakobína
flytur yfir í sína smásögu og lætur þennan kven-Hómer þylja þar sem hún
er að fara að svæfa ömmubarn sitt. Þannig lýkur þessari sögu um tengsl
og tengslaleysi kynslóðanna – efni sem var Jakobínu stöðugt hugstætt –
og um margbreytileika tímans sem kynslóðirnar lifa hér í saman, allt frá
Oehlenschläger og Jónasi Hallgrímssyni til barns í móðurkviði sem sjálft
vísar til óræðrar framtíðar en veldur því að móðirin fær ekki að vinna á
traktornum.15 Sú sögulega vídd, samspunnin æviskeiðinu og kynslóða-
14 Um þær samræður fjallar Helga Kress í grein sinni „Sáuð þið hana systur mína?
Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerðar“, Skírnir,
hausthefti 1989, bls. 261–292.
15 Misskilningur og skilningsleysi í samræðum kynslóðanna á sína spaugilegu hlið í
þessari sögu og birtist síðar með bráðfyndnum hætti í smásögunni „Skrifað stendur“
JaKOBÍnUVEGIR