Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 42
42
Rétt eins og í tilviki Grétu á konan í Sálumessu það á hættu að týnast með
öllu, gleymast guði og mönnum. Hún lét „heiminum eftir / […] loforð um
/ að láta nafn þitt / aldrei uppi“, nafn hennar „næðir“ um huga ljóðmælanda
„liðast / niður í munn / tefst á tungu / bráðnar á broddi // Sleppur aldrei út“
og hún er hið „nafnlausa / fórnarbarn“.56 En í ljóði Gerðar öðlast hún aftur
rödd og líf þótt orðin vegi létt og séu vanmegnug.
„Það vantar orð“57 er síðasta setning Sálumessu og sem slík táknræn lýs-
ing á femínískri fagurfræði Gerðar Kristnýjar.
Ú T D R Á T T u R
„Ég veit hvað höfuð þitt vó en þekki ekki síðustu hugsunina“
Ofbeldi, ábyrgð og femínísk fagurfræði í Drápu eftir Gerði Kristnýju
Skáldkonan Gerður Kristný hefur skrifað fjölda bóka um ofbeldi gegn konum. Sem
ritstjóri og blaðamaður afhjúpaði Gerður undirheima íslensks veruleika í frásögn-
um sem náðu hápunkti í bók hennar Myndin af pabba. Saga Thelmu frá 2005 en þar
segir hún sögu af hrottalegum kynferðisglæp gegn fjórum systrum af hendi föður
þeirra. Ljóðabókin Drápa (2014) fjallar einnig um kynbundið ofbeldi en sögusvið-
ið er miður vetur í kulda og myrkri, þegar „myrkusinn“ kemur til Reykjavíkur.
Borgarlandslagið er ógnvekjandi dimmt og drungalegt og sækir í senn í glæpasögur
og yfirnáttúrulegar frásagnir. Vængjaður sögumaðurinn minnir um margt á Mef-
istófeles í leikritinu Faust eftir Goethe, en Drápa vinnur einnig með sannsögulega
atburði af morði á ungri konu, Grétu Birgisdóttur, sem var myrt á heimili sínu af
eiginmanni sínum, Braga Ólafssyni, í janúar 1988. Ofbeldismaðurinn sjálfur fangar
hina harmrænu lygi og sjálfsblekkingu sem er undirrót allra ofbeldissambanda með
orðum sínum: „Ég bjargaði henni margsinnis vísvitandi en drap hana óvart.“
Lykilorð: Drápa, Gerður Kristný, konur og ofbeldi, ljóðlist, femínismi.
56 Gerður Kristný, Sálumessa, bls. 36, 43 og 53.
57 Sama heimild, bls. 82.
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson