Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 25
25
Því allir myrða yndi sitt,
þess engin dyljist sál:
Vopn eins er napurt augnaráð
og annars blíðumál;
til verksins heigull velur koss
en vaskur maður stál!26
Í viðtalinu skilgreinir Bragi sig sem riddarann á hvíta hestinum sem kom
stúlkunni til bjargar þegar þau hittust fyrst, en þá var Gréta sautján ára
gömul en Bragi fjörutíu og tveggja. Eins og Bragi segir sjálfur í viðtali
Gerðar Kristnýjar við hann árið 1998: „Ég var að keyra oní bæ þegar ég
sá þrjá stráka vera að abbast upp á hana. Hún var undir áhrifum. Mér
finnst voðalegt að karlmenn ráðist á konur. Þess vegna kom ég stúlkunni
til aðstoðar og afgreiddi strákana.“27 Í Drápu lýsir Gerður þessu augnabliki
fyrstu kynna, en strákarnir þrír eru hluti af Myrkusnum sem tekur yfir
Reykjavík, þeir eru trúðarnir sem slá um Grétu „hring // Slógu“ og spörk-
uðu undan henni „fótunum // Nötrandi beiðstu / næsta höggs“. Boxarinn,
sem byggður er á Braga Ólafssyni, eiginmanni Grétu,28 birtist á síðustu
stundu. Hann „brá upp hnefunum // ólmum úlfum / sem rifu í sig / hvað
sem fyrir varð // Dýr / alin til dráps“. Trúðarnir leggja á flótta inn í bylinn
og stúlkan gefur sig bjargvætti sínum á vald, hún getur „ekki / annað en
elt“.29
En þótt Gerður færi þessa minningu úr lífi hjónanna inn í ljóð sitt
sleppir hún ýmsu öðru og eftirminnilegasta setningin sem morðinginn
lét út úr sér á fundi sínum með Gerði birtist hvorki í ljóðinu né viðtalinu
í Séð og heyrt, þótt hún hafi verið ljóslifandi í huga skáldkonunnar tuttugu
árum síðar. Þar súmmeraði Bragi upp samband sitt og Grétu í eftir farandi
26 Oscar Wilde, „Kvæðið um fangann“, Magnús Ásgeirsson íslenskaði, Ljóðasafn II,
Reykjavík: Helgafell 1975, bls. 115.
27 Gerður Kristný, „Sé eftir að hafa fæðst!“, Séð og heyrt 10/1998, bls. 14.
28 Í viðtalinu við Gerði stuttu eftir að Bragi hafði verið stunginn í fyrra skiptið lýsti
hann stuttum ferli sínum sem boxara í Bandaríkjunum á eftirfarandi hátt: „Ég æfi
líka box. Þegar ég var 17–21 árs bjó ég í New York og vann fyrir mér með því að
boxa. Það var alveg eins og í kvikmyndum. Eftir einn leikinn í Minnesota, þar sem
ég fór með sigur af hólmi, komu fjórir strákar á eftir mér og börðu mig svo illa að
mamma mín hefði ekki einu sinni þekkt mig. Strákarnir höfðu veðjað á að ég tapaði
og voru svekktir yfir sigri mínum.“ Gerður Kristný, „Sé eftir að hafa fæðst!“, Séð
og heyrt 10/1998, bls. 14.
29 Gerður Kristný, Drápa, bls. 21, 24, 28 og 31. Framvegis verður vísað í bókina með
blaðsíðutali í sviga aftan við tilvitnun.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“