Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 100
102
Er gleðikona tökuþýðing?
Frakkar eiga mörg orð um gleðikonur, m.a. heitið fille de joie ‘gleðistúlka,
dóttir gleðinnar’ sem kom fram á 14. öld.22 Það hefur orðið til við skraut-
hvörf (e. euphemism), eins og fleiri frönsk vændiskvennaheiti, t.d. fille des
rues ‘götustúlka’, og orðalag sem felur í sér skrauthvörf er einnig til í öðrum
málum, t.d. e. lady of the night og þý. Dirne, sem er einfaldlega ‘þerna’.
Þjóðverjar fengu hugmyndina að láni hjá Frökkum og smíðuðu tökuþýð-
ingar (e. loan translation). Þar sem túlka má fille de joie á tvo vegu varð bæði
til þýska orðið Freudenmädchen ‘gleðistúlka’ og Tochter der Freude ‘dóttir
gleðinnar’ (einnig Töchterchen der Freude með smækkunarviðskeyti). Þetta
gerðist á síðari hluta 18. aldar; a.m.k. eru elstu þekktu dæmin á prenti frá
árunum 1778–1788, ef marka má orðsifjabók Kluges.23 Tökuþýðingarnar
glæde(s)pige í dönsku og glädjeflicka í sænsku fylgja fast á eftir; elsta dæmi
stóru dönsku orðabókarinnar er frá 1791 og þeirrar sænsku frá 1804.24
Einnig hafa norðmenn smíðað orðið gledespike og Færeyingar gleðigenta.25
Öll framangreind orð hafa merkinguna ‘vændiskona’ en sum jafnframt
‘lauslætisdrós’, og tekið er fram í Norsk Riksmålsordbok að gledespike sé létt-
úðug stúlka sem hafi tekjur af því en selji sig ekki beinlínis á götunni.
Vegna líkindanna við þessi erlendu orð er freistandi að túlka íslenska
orðið gleðikona sem tökuþýðingu eins og Ásta Svavarsdóttir gerði þegar
hún vakti athygli á að íslenska væri ekki ein um að hafa notað gleði-orð um
vændiskonur.26 Hér verður hins vegar tekin sú afstaða að heimildir leyfi
22 Enn eldra er fr. femme de joie ‘gleðikona’ í heimildum frá 13. öld. Sjá Dictionnaire
culturel en langue française, Tome ii, ritstj. Alain Rey og Danièle Morvan, Paris:
Dictionnaires le Robert, 2005, bls. 1021.
23 Friedrich Kluge, Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache, 17. Auflage […]
bearbeitet von Walther Mitzka, Berlin: Walter de Gruyter, 1957, bls. 218.
24 Ordbog over det danske Sprog, Udgivet af Det Danske Sprog- og Litteraturselskab,
Sjette bind, København: Gyldendalske Boghandel / nordisk Forlag, 1924, dálkur
1108; Ordbok över svenska språket, Utgiven av Svenska Akademien, Tionde bandet:
G – göttnisk, Lund: A.-B. Ph. Lindstedts univ.-bokhandel, 1929, dálkur 608.
25 Trygve Knudsen og Alf Sommerfelt, Norsk Riksmålsordbok, Bind ii, [Oslo]: Det
norske Akademi for Sprog og Litteratur, 1983, dálkur 1542; M.A. Jacobsen og Chr.
Matras, Føroysk-donsk orðabók, 2. útg., Tórshavn: Føroya fróðskaparfelag, 1961, bls.
116.
26 Ásta Svavarsdóttir, „Gleðikonur og gleðimenn“, Orðaforði heyjaður Guðrúnu Kvaran
21. júlí 1993, Reykjavík, 1993, bls. 14–17, hér bls. 15, og „Baráttan um tungumálið:
Gleðikonur, gleðimenn og annað fólk“, Konan kemur við sögu, ritstj. Svanhildur
María Gunnarsdóttir og Þórður ingi Guðjónsson, Reykjavík: Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, 2016, bls. 151–153, hér bls. 153.
Guðrún Þórhallsdóttir