Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 208
214
um list hans nokkuð sammála um að list hans hafi í upphafi verið vanburða,
en að hún hafi á síðari æviárum hans tekið markverðum breytingum þar
sem persónuleg módernísk afstaða hans styrktist. Síðar, þegar menn áttu
þess loks kost að sjá feril hans í heildarsýningum, jókst skilningur á fyrri
verkunum og persónulegri tjáningu þeirra. Að lokum, eftir að norræn list
frá mótum nítjándu og tuttugustu aldar hafði hlotið aukna athygli, urðu
fyrstu verk Þórarins, Þingvallamyndirnar, þau verk sem féllu best að hug
myndum um, ýmist, rómantíska samfellu í nútímalistinni, eða natúralískan
symbólisma. Þetta voru einnig þau verk sem vöktu athygli yngri kynslóðar
íslenskra málara á þessum tíma, þegar leið að aldamótum 2000. Eins og
er virðist sem svo að þessi fyrstu verk hans skilgreini hann í sögulegu ljósi
– þau eru orðin klassísk í sögu norrænnar listar.94 Það væri áhugavert að
sjá, í framhaldinu, hvort á ný væri hægt að auka skilning á síðari verkum
Þórarins – að öðlast á ný skilning á þeirri látlausu breidd og persónulegri
rannsókn sem fólst í list hans allt til loka.
Ú T D R Á T T U R
Viðtökur á verkum Þórarins B. Þorlákssonar
– Þáttur í þróun íslenskrar listfræði
Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924) hefur verið talinn sá fyrsti sem starfaði sem
listmálari á Íslandi. Þær viðtökur sem list hans hlaut, bæði heima við og í útlöndum,
er áhugaverð sýn á breytt viðhorf og hugmyndafræðilega afstöðu til íslenskrar og
norrænnar myndlistar frá 1900 fram til vorra tíma. Hann naut nokkurrar virðingar
hjá samtíðarmönnum sínum en hvarf síðan að nokkru sjónum fram yfir síðari heims
styrjöld, á þeim tíma sem nútímalistin var að eflast á Íslandi. Áhugi á list hans jókst
hins vegar eftir því sem leið á öldina og á undanförnum áratugum hefur hann verið
nokkuð metinn sem mikilvægur frumherji íslenskrar myndlistar. Samhliða þessu
hefur gagnrýnendum og listfræðingum reynst erfitt að skilgreina list hans og stað
setja í listsögulegu ljósi. Í greininni er unnið með þær viðtökur sem list Þórarins
hefur hlotið í tímans rás, bæði í samhengi við íslenska og norræna listasögu. Þessar
94 Þetta er greinilegt í nýjustu samantektum á norrænni myndlist. Sem dæmi um þetta
er umfjöllun Katharinu Alsen og Anniku Landmann í nýrri norrænni listasögu þar
sem Þingvallamyndirnar eru teknar fyrir. Það er áhugavert að þær túlka afturhvarfs
legar áherslur myndanna á þeim forsendum að Þórarinn hafi verið frumkvöðull og
því ekki átt neina hefð að stríða gegn – sem frumkvöðull var honum ómögulegt að
vera avantgarde, sjá: Katharina Alsen og Annika Landmann, Nordische Malerei: im
Licht der Moderne, München: Prestel, 2016.
Hlynur Helgason