Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 219
226
tengslum, er lykilþáttur í þeirri „þjóð“ sem birtist í heiti og við eldhúsborð
þessarar smásögu.
Hafa mætti mörg fleiri orð um það sem þarna er á seyði og þetta gæti
virst drjúgmikið efni í einni stuttri sögu en það skilar sér á knappan og
samt leikandi léttan hátt í meðförum Jakobínu, eiginlega svo að undrum
sætir – meðal annars vegna þeirrar snilldar í meðförum samtala sem ein-
kenna sagnalist höfundarins en einnig vegna þess hversu vel hún kann
listina að sviðsetja.
Sundruð þjóð
„Þessi blessaða þjóð“ – það væri freistandi að spinna út úr þeirri smásögu
þráð um þjóðina eins og hún birtist í verkum Jakobínu – þjóð á tíma full-
veldis sem er jafngamalt þessum rithöfundi. Þá færi maður fyrst aftur í
tímann, í ljóð hennar frá fimmta áratugnum. Þar má sjá fögnuð í ljóði sem
skáldið gefur heitið „17. júní 1944“, eftir deginum sem Ísland varð sjálf-
stætt lýðveldi. Það hefst svo:
Loksins frjáls þú fagnar sól og degi,
frelsisdraumsins þjóð.
Berst með loftsins öldum ómsins vegi
allra klukkna ljóð.
Skáldið lætur ekki þar við sitja, því að hin „heilaga gleði“ leiðir til virðu-
legs ávarps: „Þakkir, feður! Þráð var sárt og lengi / þessi dýra stund.“16
Ljóst verður þó af öðrum ljóðum, sem ort eru á næstu árum, að Jakobína
er ekki sátt við hvernig landsfeðurnir stýra hinni nýfrjálsu þjóðarskútu.
Skáldkonan býr yfir ólgandi hugsjónum og tveimur árum síðar, í ágúst
1946, yrkir hún „náttmál“ þar sem upphafslínur eru þessar:17
Vísirinn tifar, tíminn líður
án tafar. Hvað gerðist í dag?
Hreingerning, þvottur, verksmiðjuvinna. –
Væri það efni í brag?
í safninu Vegurinn upp á fjallið (1990), en sú saga er óslitið samtal á milli drengs og
langafa hans um viðtalsbók sem komin er út um ævi og afrek gamla mannsins.
16 „17. júní 1944“, Kvæði, bls. 21–22, hér 21.
17 „náttmál“, Kvæði, bls. 23–25, hér 23.
ÁstrÁður EystEinsson