Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 110
112
a. Auður var gleðimanneskja, skemmtileg kona sem naut þess að
vera til.59
b. heillandi og slægur kvenmaður, gleðimanneskja með græðgi í
kviðnum sem nægði til að fullnægja heilli herbúð.60
c. Það eru óskiljanlegar öfgar sem hin íslenska gleðimanneskja
þarf að þola til að drekka upp í fjárlagagötin61
Tilefnið til að mynda orðið gleðimanneskja er ekki torskilið. Eldri dæmin
eru notuð um konur og gefa til kynna að það hafi vantað hlutlaust orð
um glaða konu, kvenkyns gleðimann, eftir að orðið gleðikona var farið að
merkja ‘vændiskona’. nýtt orðapar um karl og konu, gleðimaður og gleði-
manneskja, varð því til og auk þess orðið gleðimenni sem gerði ekki grein-
armun á kynjunum.
Gleði-orð um karla á 20. öld
Þegar orðin gleðimaður og gleðikona eru borin saman er oft látið að því
liggja að orðið gleðimaður sé alltaf notað jákvætt; það sé eftirsóknarvert og
aðdáunarvert að vera gleðimaður. Orðabókarskýringin ‘fjörugur maður,
samkvæmismaður’ gefur líka í skyn að merking orðsins hafi ekki breyst
að ráði frá fornu máli. Þótt orðið gleðimaður komi oft fyrir í vinsamleg-
um umsögnum er því ekki að neita að einnig má finna dæmi um að það
sé notað í heldur neikvæðu samhengi. Í dæmi (15) er t.d. brot úr lýs-
ingu á ein kennum manna af Gröndalsættinni í dánarminningu Hannesar
Þorsteinssonar um Benedikt Jónsson Gröndal. Hannes segir fyrst frá
ýmsum hæfileikum þessara ættmenna en ræðir síðan um gallana:
þá hefur vantað næga staðfestu, stöðuglyndi og þrautseigju, hafa
verið léttlyndir um of, reikulir í ráði, og gleðimenn62
Hér er það talið til galla að vera gleðimaður. Þetta dæmi minnir á að
gleðimenn geta farið í hundana og trúlegt er að orðin „mikill gleðimaður“
hafi stundum verið notuð sem skrauthvörf um menn sem hafa stundað
skemmtanir óhóflega og þótt sopinn einum of góður. Þó er ekki að sjá
að orðið gleðimaður hafi eignast skýra viðbótarmerkingu af því tagi, t.d.
‘drykkjumaður’.
59 Morgunblaðið, 9. júní 2010, bls. 23.
60 Morgunblaðið, 19. desember 1995, bls. 10 B.
61 DV, 3. maí 1990, bls. 12.
62 Skírnir 99: 1/1925, bls. 67.
Guðrún Þórhallsdóttir
(14)
(15)