Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 178
184
Útúrdúr: Nornatal. Annað atriði sem mér er fundið til foráttu er að ég
bar málsmeðferð UBC saman við nornaréttarhöldin í Salem, þar sem hver
sá sem ákærður var taldist sekur af því að reglur um sönnunarfærslu voru
þannig að sýknudómur var ómögulegur. Góðu femínistarnir sem ásaka
mig telja þetta forkastanlegan samanburð. Þær halda að með þessu hafi
ég verið að bera þær saman við nornaveiðara á táningsaldri í Salem og þar
með að kalla þær hysterískar smástelpur. Ég var hins vegar að vísa til fyr-
irkomulags sjálfra réttarhaldanna.
Nú um stundir er tal um „nornir“ af þrennu tagi: 1) Að kalla einhvern
norn, eins Hillary Clinton fékk óspart að kenna á í nýlegum kosningum.
2) „Nornaveiðar“ er haft um það þegar einhver leitar að því sem ekki er
til. 3) Fyrirkomulag nornaréttarhaldanna í Salem, þar sem ákæra nægði til
sakfellingar. Það var þessi þriðja notkun sem ég átti við.
Þetta fyrirkomulag – sekur vegna ákæru – hefur verið við lýði á mörg-
um öðrum skeiðum mannkynssögunnar en í Salem. Það hefur gjarnan
orðið ofaná á þeim skeiðum byltinga sem kenna má við „ógn og dyggð“
– eitthvað hefur farið úrskeiðis og það þarf að hreinsa út, eins og í frönsku
byltingunni, í hreinsunum Stalíns í Sovétríkjunum, á tímabili rauðu varð-
liðanna í Kína, á valdatíma herforingjanna í Argentínu og í upphafi bylt-
ingarinnar í Íran. Listinn er langur og bæði vinstri og hægri öfl hafa átt
hlut að máli. Áður en skeiði „ógnar og dyggðar“ lýkur eru býsna margir
fallnir í valinn. Athugið að ég er ekki að halda því fram að það séu ekki til
neinir svikarar, eða hvaða hópur það nú er sem spjótin beinast að; heldur
einfaldlega að á slíkum tímum eru venjulegar reglur um sönnunarfærslu
settar til hliðar.
Slíkt er alltaf gert í nafni þess að innleiða betri heim. Stundum heppnast
það, að minnsta kosti um stundarsakir. Stundum er þetta notað sem átylla
til að koma á kúgun af nýju tagi. Hvað varðar sjálftökuréttarfar – sakfell-
ingu án dóms og laga – þá byrjar það sem viðbragð við skorti á réttlæti.
Annaðhvort er réttarkerfið spillt, eins og í Frakklandi fyrir byltinguna,
eða það fyrirfinnst ekkert kerfi, eins og í villta vestrinu – svo að fólk tekur
málin í eigin hendur. En skiljanlegt og tímabundið sjálftökuréttarfar getur
ummyndast í menningarlega fastmótaða hefð fyrir múgaftökum þar sem
tiltæku réttarfari er kastað út og valdakerfum utan dóms og laga komið á
og þeim viðhaldið. Cosa Nostra, mafían á Sikiley, byrjaði til dæmis sem
andóf gegn pólitískri harðstjórn.
#MeToo-hreyfingin er til marks um veilu í réttarkerfinu. Alltof oft
MArgAret Atwood