Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 48
49
rætt verður um hér að aftan, og Hildibrands kvæði (ÍF 7; TSB A26) eru gott
dæmi um þetta.12 Bæði eru flokkuð sem kvæði um yfirnáttúrleg efni af ein-
hverju tagi í TSB, en Vésteinn Ólason segir fyrra kvæðið fjalla um „nauð-
uga ást“, en það seinna um „ástina og ættina“. Engu að síður fjalla þau
fyrst og fremst um ofbeldi gegn konum. Reyndar er afar áhugavert hversu
oft ofbeldið víkur fyrir öðrum þáttum í flokkun kvæðanna sem leiðir hug-
ann að því hvort greina megi þar ákveðna fælni eða jafnvel blindu, og að
ofbeldið hafi á einhvern hátt verið talið óáhugavert eða jafnvel sjálfsagt af
þeim sem flokkuðu þau.
Konur sem heimildarmenn?
Elsta safn sagnadansa hér á landi er Kvæðabók sr. Gissurar Sveinssonar (AM
147 8vo)13, sem skráð var árið 1665 en stök kvæði og kvæðabrot er að
finna í nokkrum eldri handritum. Ættmenni Gissurar eiga svo heiðurinn
að flestum handritum frá seinni hluta 17. aldar sem hafa að geyma íslenska
sagnadansa. Þar er engra heimildarmanna getið og enga skýringu er að
finna á því hvers vegna farið var að safna kvæðunum á þessum tíma, þótt
líklegt sé að útgáfa á dönskum sagnadönsum skömmu fyrir aldamótin
1600 og áhugi danskra aðalsmanna og ekki síst -kvenna á greininni hafi
átt hlut að máli. Árni Magnússon, sem einnig safnaði sagnadönsum, getur
þess stundum að konur hafi verið heimildarmenn, nefnir aldur þeirra og
búsetu, en nafngreinir aðeins eina þeirra.14 Nafnleysi kvennanna bendir til
þess að þær hafi ekki staðið hátt í virðingarstiga samfélagsins. Því er ljóst
að karlar hafa safnað munnlegum arfi sem virðist fyrst og fremst fenginn
frá nafnlausum konum. Í Þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum, þar sem er að finna nokkrar upptökur af sagnadönsum,
eru mun fleiri konur sem kveða kvæðin en karlar. Það segir reyndar ekki
12 ÍF-númer miðast við upphaflega röð kvæðanna í Íslenzkum fornkvæðum I–II, rit-
stjórar: Svend Grundtvig og Jón Sigurðsson, Kaupmannahöfn: Det nordiske
Litteratur-Samfund, 1854–1885. Þau númer fylgdu kvæðunum í útgáfu Jóns
Helgasonar, Íslenzk fornkvæði, islandske folkeviser I–VIII, Kaupmannahöfn: Editiones
Arnamagnæanæ, 1962–1981 og doktorsritgerð Vésteins Ólasonar, The Traditional
Ballads of Iceland, 1982. Í A-hluta ritsins eru kvæði um yfirnáttúrlega hluti, í B-hluta
þess kvæði byggð á helgisagnaefni.
13 Hér er átt við handrit úr safni Árna Magnússonar (AM), nr. 147 í litlu broti en 8vo
merkir skinn brotið saman í átta hluta. Þetta handrit er samt sem áður pappírs-
handrit.
14 Vésteinn Ólason, The Traditional Ballads of Iceland, bls. 22.
„REIF HANN HENNAR STAKKINN, REIF HANN HENNAR SERK“