Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 119
121
Hér að framan var hugtakið skrauthvörf notað um þá nýjung í frönsku
að taka að nota heitið fille de joie ‘gleðistúlka, dóttir gleðinnar’ um vænd-
iskonu. Sömuleiðis kallast það skrauthvörf að nota orðið gleðikona ‘fjörug
kona, kona gefin fyrir gleðskap’ í nýrri vændismerkingu. Eins og áður
sagði lýsir ljótleikagreiningin þessari breytingu þannig að hlutlaust merk-
ingarmið verði ljótt. Þó er vert að vekja athygli á því að á skrauthvörf-
unum eru tvær hliðar. Annars vegar fær orðið gleðikona nýja og neikvæðari
merkingu, verður fyrir niðrun, þegar það flyst í þriðja flokk. Hins vegar
er vændiskonunni gefið jákvæðara heiti, gleðikona, þegar sá sem talar hlíf-
ir konunni og viðmælendum sínum við tvöföldum ljótleika óþægilegra
vændiskvennaorða í fjórða flokki (hóra, mella o.þ.h.).
Viðleitnina til að lífga við merkingu (A) í orðinu gleðikona, sem var flest-
um gleymd, má túlka sem tilraun til að flytja orðið úr þriðja flokki aftur í
fyrsta flokk. Þetta orð hefur aldrei átt heima í fjórða flokki. Það hefur til
dæmis ekki talist jafnóþægilegt að formi til og orðin hommi og lesbía þóttu
árið 1981 þegar tilkynning Samtakanna ’78 um félagsfund fékkst ekki lesin
í Ríkisútvarpinu af því að þessi tvö orð komu þar fyrir. Á þeim tíma töld-
ust hommi og lesbía gildishlaðin slanguryrði og auk þess erlendar slettur
sem samrýmdust ekki málsniði Ríkisútvarpsins.89 Orðið gleðikona var alls
ekki í þessari stöðu þegar Gleðikvennafélag Vallahrepps varð til og fram-
tak félagskvenna gerólíkt baráttu samkynhneigðra fyrir því að gera orðin
hommi og lesbía að hlutlausum heitum.
Niðurlag
Eins og sýnt var hér að framan er saga íslenskra gleði-orða mun marg-
brotnari en hin venjulega, einfalda lýsing á gleðimanni og gleðikonu gefur
í skyn. Í fyrsta lagi er ekki rétt að orðið gleðimaður hafi alltaf verið notað
sem hrósyrði og ekki heldur að orðið gleðikona hafi eingöngu verið niðr-
andi. Skýr dæmi eru um að orðið gleðikona hafi merkt ‘fjörug kona, kona
gefin fyrir gleðskap’ og í þeim tilvikum verið hliðstætt orðinu gleðimaður.
Í öðru lagi segja orðin gleðimaður og gleðikona ekki alla söguna af því að
allmörg önnur gleði-orð hafa verið mynduð í íslensku. Þau hafa ýmist átt
við konur eða karla eða ekki verið kynbundin og ýmist verið notuð í gleð-
skapar-, lauslætis- eða vændismerkingu. Í þriðja lagi er ljóst að Íslendingar
hafa ekki hikað við að nota gleði-orð um karlmenn sem stunda vændi þótt
reyndar sé ekki vitað til að orðið gleðimaður hafi verið notað í merkingunni
89 Sama rit, hér einkum bls. 83–84, 102–103.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS