Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 200
206
tæknilegri heimssýn nútímans“.68 Það er áhugavert að sjá hvernig Gunnar
tengir verk Þórarins við hugmyndir þýskrar rómantíkur. Það má hins vegar
gagnrýna hann fyrir það að fara ekki lengra í greiningu sinni. Skrif Selmu,
Varnedoes og Taylors eru ágætis áminning. Þau benda á að þótt margt í list
Þórarins beri þess merki að hann nýti sér hugmyndir og aðferðir í list sinni
sem eiga rætur sínar í hugmyndum sem rekja má til fyrri hluta 19. aldar, þá
beri verk hans þess merki að hann er rækilega meðvitaður um eigið sögulegt
og tæknilegt samhengi. Það er þetta sem leiðir af sér hið sérkennilega og
oft mótsagnakennda í list Þórarins sem þeim sem fjalla um hann finnst bæði
heillandi, en jafnframt erfitt að staðsetja í sögulegu samhengi.
Árið 1998 var opnuð í Köln sýning á verkum norrænna symbólista frá
1880 til 1910. Á sýningunni voru verk eftir Þórarin og skrifaði Halldór
Björn Runólfsson grein í sýningarskrána.69 Það er augljóst að nú hefur
Halldór þróað hugmyndir sínar um listrænar forsendur Þórarins. Nú lýsir
hann honum sem íhugulum og hófstilltum listamanni sem vinnur með
viðfangsefni sín af athygli, án þess að reyna að dramatísera viðfangsefnið.
Það er áhugavert í umfjöllun Halldórs hvernig hann tengir áhuga Þórarins
á rómantískum ljóðum Jónasar Hallgrímssonar við verk hans. Hér bendir
hann á verkin Þingvellir frá 1900 og Stóri Dímon frá 1905 sem dæmi um
það hvernig Þórarinn nýtir sér skáldskaparminni í tengslum við staðarval
sitt: „Án þess að færa okkur einbera myndlýsingu, deilir Þórarinn, sem var
þekktur fyrir að fara gjarnan með ljóð skáldsins rómantíska, með Jónasi
íhugulli sýn hans á dramatískt landslagið.“70 Halldór leggur þó áherslu
á það að þó svo að hann sjálfur telji sögusvið Stóra Dímons augljóslega
liggja í túlkun á Gunnarshólma Jónasar, þá sé ekkert til staðar í myndinni
sem beinlínis ýti undir þá túlkun. Hann dregur einnig þá ályktun að for
senda Þingvallamyndar frá 1900 séu greinileg huglæg áhrif frá ljóði Jónasar,
Skjaldbreiði, sem hann samdi árið 1841: „Sum versin eru svo andlega tengd
málverkinu að það er erfitt að trúa því að listamaðurinn hafi ekki, að
minnsta kosti að ráði, orðið fyrir áhrifum frá þeim.“71 Þótt Halldór telji
tengsl ljóðsins við myndina vera augljós, þá tekur hann það samt fram að
68 Sama rit, bls. 239.
69 Halldór Björn Runólfsson, „Symbolische Landschaft: Die verschiedenen Aus
drucksweisen in der islandischen Malerei von 1900 bis 1910“, Landschaft als Kosmos
der Seele: Malerei des nordischen Symbolismus bis Munch 1880–1910, ritstj. Götz
Czymmek, Köln: WallrafRichartzMuseum, 1998, bls. 47–50.
70 Sama rit, bls. 48.
71 Sami staður.
Hlynur Helgason