Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 142
145
Er nauðgun blaðagrein sem við eigum að svara með annarri snjallri
grein og langri heimildaskrá? Er ekki bara þægilegt fyrir þetta „lið”
að við sendum góðar greinar, skrifum bréf til yfirvalda, gerum und-
irskriftalista, ýtum á like og share og förum svo í jógastellingu og
sendum kærleika á nauðgunarmenninguna. Sama hvað við gerum,
umfram allt á að halda ró sinni, vera yfirvegaðar, passívar, kurteisar
og sætar. [...] Okkur er alveg sama hvað þið viljið kalla okkur. Við
erum kolbrjálaðar kuntur og meðan við lifum þá berjumst við. Við
erum kolbrjálaðar kuntur og við erum stoltar af því.46
Kata verður í ákveðnum skilningi kolbrjáluð eftir morðið á Völu, veru sína
í dúkkuhúsinu og lestur á Á mannamáli. Með útreiknuðum og undirbún-
um hætti myrðir hún karlana þrjá, Garðar, Atla og Björn, og þann síðast-
nefnda rífur hún á hol með eigin höndum. Til viðbótar er trúlegt að hún
verði organistanum að bana. Þótt henni hafi tekist að fara huldu höfði um
skeið er morðið á Birni framið fyrir framan fjölda vitna og Kata er því sak-
felld. Í fangelsinu er tekið við hana viðtal og eru orð hennar þar eins konar
stefnuræða: „Meðan stríðið geisar og hundruð þúsund okkar falla á hverju
ári, hafna ég samræðu um hvort það eigi sér stað eða ekki.“47 Kata mælir
fyrir byltingu í nafni réttlætis. Síðar verður hún þess áskynja að orð hennar
og aðgerðir hafa vakið athygli, raunar svo mikla að hún er orðin innblástur
herskárra kvenhefnenda er bundist hafa samtökum sem hafa það að mark-
miði að refsa fyrir kynferðisglæpi. Á Spáni er stofnaður hryðjuverkahóp-
ur sem ber nafn hennar. Í síðustu orðum bókarinnar enduróma lokin á
„Hinum dauðu“ eftir James Joyce, nema í stað fannar eru það frjókorn sem
leggjast „eins og fínlegt ryk yfir húsið, borgina og heiminn allan“.48
Í skáldsögu Steinars Braga er hugmyndunum sem ræddar voru í fullri
alvöru á „Ofbeldisfundinum“ fyrir nær hálfri öld hrint í framkvæmd.
„Hefnd er ekki góð, hún getur aldrei verið góð, er það? Hún getur verið
réttlát, býst ég við, en ekki góð. Enda þarf hún ekkert endilega að vera góð,
er það?“, segir Kata við vinkonu sína þegar fyrir liggur að dómstólaleið-
46 Höfundur óþekktur, „Kolbrjálaðar kuntur – opinber yfirlýsing“, Knuz.is, 15.
ágúst 2013, sótt 17. mars af https://knuz.wordpress.com/2013/08/15/kolbrjaladar-
kuntur-opinber-yfirlysing/. Rétt er að taka fram að myndband sem hópurinn útbjó
og sendi sömuleiðis inn á knuz.is þótti svo umdeilanlegt að það var tekið niður
skömmu eftir að það var sett á netið. Þá eru engin merki um annað en að hópurinn
hafi verið skammlífur.
47 Steinar Bragi, Kata, bls. 513.
48 Steinar Bragi, Kata, bls. 515.
STRÍð GEGN KONUM