Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 105
107
„Hefur þú nokkurn tíma fengið þér gleðikonu?“36
Á þeim tíma hefur léttúðar- og vændismerking orðsins verið vel þekkt
ef marka má orðabók Sigfúsar Blöndal, sem sýnir eingöngu merkinguna
„Glædespige“, og aðrar prentaðar orðabækur 20. aldar.
Framangreindar merkingarbreytingar í sögu orðsins gleðikona hefðu
getað orðið án nokkurra erlendra áhrifa. Þó er líklegt að hugmyndin um
merkinguna ‘vændiskona’ hafi kviknað við lestur erlendra rita eða kynni af
öðrum þjóðum. Trúlega hafa margir Íslendingar kynnst vændi í borgum
erlendis, ekki í bændasamfélaginu heima fyrir, og ef til vill segir sína sögu
að dæmi (7) er úr bréfi skrifuðu í Stokkhólmi. Til samanburðar má líta á
hvernig lántaka hefur komið við sögu nafnorðsins gleðihús. Það kemur fyrir
í texta Biblíunnar þar sem gleðihús og sorgarhús eru borin saman. Í þýsku
voru notuð orðin Freudenhaus ‘hús þar sem gleði ríkir’ og Trauerhaus ‘hús
þar sem sorg ríkir’. Í vændisorðaforðanum varð aftur á móti til samsetta
orðið Freudenmädchenhaus ‘gleðistúlknahús, þ.e. vændishús’ á 18. öld. Þetta
langa orð var stytt í Freudenhaus og féll því saman við gamla biblíuorðið.37
Danir líktu eftir þessu þannig að no. glædeshus ‘gleðihús (í biblíumerk-
ingunni)’ fékk nýja tökumerkingu (e. semantic loan), „sted, hvor man søger
forlystelser af grovere art; især: bordel“.38 Það sama hefur gerst í íslensku. Þar
var til orðið gleðihús í Biblíunni, sbr. dæmi (8)a. úr Guðbrandsbiblíu, en
yngri tökumerkingin ‘vændishús’ sést í (8)b.
a. Vitra Manna Hiortu eru i Sorgarhwse / enn fauijsra Hi/ortu i
Gledehwse39
b. má þar minna á Kinatown, sem er safn gleðihúsa og bara, með
skækjur í hverju skoti,40
Á sama hátt hefði íslenska orðið gleðikona getað fengið tökumerkinguna
‘vændiskona’. Það hefur haft merkinguna ‘kvenkyns gleðimaður’ fyrir og
stundum verið notað í niðrandi merkingu, þ.e. ‘léttúðardrós’. Da. glædes-
36 Þórbergur Þórðarson, Einum kennt – öðrum bent: Tuttugu ritgerðir og bréf 1925–
1970, Sigfús Daðason bjó til prentunar, Reykjavík: Mál og menning, 1971, bls.
42.
37 Friedrich Kluge, Etymologisches Wörterbuch der deutschen Sprache, Bearbeitet von
Elmar Seebold, 23., erweiterte Auflage, Berlin og new York: Walter de Gruyter,
1999, bls. 285.
38 Ordbog over det danske Sprog, 6. bindi, dálkur 1107.
39 Guðbrandsbiblía, Préd. 7, 4 (Ritmálssafn).
40 Sjómannablaðið Víkingur 31: 5/1969, bls. 171.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS
(7)
(8)