Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 81
83
nauðgunarbrots ætti að vera brot gegn kynfrelsi en ekki verknaðaraðferðin
sem slík. Um ofbeldi af hálfu ákærða segir í niðurstöðum:
Ef byggt er á frásögn y af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni
á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti y inn
í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni
niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist
ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og
það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd.
Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
Hæstiréttur hnýtir í ofangreint: „Áyktun þessi um lögskýringu fær ekki
staðist í ljósi dómaframkvæmdar…“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fjallar um
ofangreindan dóm í bók sinni frá árinu 2009. Hún greinir frá viðbrögðum
við dómnum á vefsamfélagi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ein kona
segir: „Konum er ætlað að tefla lífi sínu og limum í hugsanlega hættu með
því að veita viðnám. Af hverju er ætlast til þess að við tökum slíka áhættu
til þess eins að „sanna“ að við vildum ekki stunda kynlíf“.54 Þegar öllu er
á botninn hvolft er brotaþoli alltaf í lakari stöðu en gerandi. Vill brotaþoli
streitast á móti og eiga á hættu frekara ofbeldi, eða veita enga mótspyrnu
sem leiðir til þess að líkurnar á sakfellingu verða litlar? Sú ofuráhersla sem
lögð er á ofbeldi og ábyrgðin sem lögð er á brotaþola var einnig rædd og
önnur kona sagði:
Þannig að glæpur er sem sagt ekki glæpur nema einhver æpi á hjálp?
Er skilgreiningin á glæp sú að æpa og berjast á móti einhverjum
sem ræðst á mann? Þannig að ef sami maður myndi ræna banka yrði
hann sýknaður ef gjaldkerinn myndi ekki veita viðnám því atburða
rásin var ekki ofbeldisfull?55
Hæstiréttur ómerkti dóminn og vísaði málinu heim í hérað þar sem nið
urstöður héraðsdóms voru ekki reistar á viðhlítandi grunni, samanber Hrd.
14. febrúar 2008 (464/2007). Þegar málið var tekið fyrir í annað skipti í
héraðsdómi var ákærði sakfelldur. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, Hrd.
4. desember 2008 (383/2008) og komst dómurinn að niðurstöðu sem var
laus við nauðgunarmýtur og þolendaábyrgð en þar segir:
54 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Á mannamáli, Reykjavík: JPV, 2009, bls. 25.
55 Sama rit, bls. 25.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“