Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 77
79
um það að við náttúrulega rekjum þetta beint til klámvæðingarinnar.“44
Allar þessar samfélagslegu hugmyndir og orðræður mynda umgjörð fyrir
farveg nauðgunarmála, bæði í almennri umræðu og í dómskerfinu.45
Gögn og aðferð
Gögn sem liggja til grundvallar rannsókninni eru Hæstaréttardómar,
lög, reglugerðir, frumvörp og athugasemdir með frumvörpum. Skoðaðir
eru allir Hæstaréttardómar sem féllu eftir að breytingar voru gerðar á
kynferðisbrotakaflanum 1992 og fram til ársloka 2015, alls 85 dómar.
Grundvallarbreyting var gerð árið 1992 á inntaki nauðgunarhugtaksins.
Mikilvægar breytingar voru einnig gerðar árið 2007, eins og fyrr segir, m.a.
með sameiningu ákvæða, auk þess sem nýjar áherslur bættust við í takt við
breyttan tíðaranda. Í greininni er skoðað um hvað er fjallað, og hvað ekki, í
rökstuðningi við úrlausn mála. Með því er greint hvað hefur mest vægi hjá
dómurum þegar leitast er við að komast að niðurstöðu. Orðræðugreiningu
er beitt til þess að finna þemu og mynstur þrástefja sem leynast undir
yfirborðinu og litið er á sem sjálfsagðan hlut.46 Mynstrin eru eins konar
lögmál sem þó eru ekki algild heldur hafa orðið til í pólitískum átökum
fortíðar og samtíðar en áður fyrr voru hugmyndir samfélagsins aðrar en í
dag og fræðileg og samfélagsleg umfjöllun umfangsminni. Orðræðan birt
ist ekki bara í því sem er sagt eða orðum á blaði heldur einnig hugmyndum
sem ekki eru alltaf felldar í orð eða athafnir. Þagnir í texta og tali eru því
óaðskiljanlegur og merkingarbær hluti orðræðunnar.47 Segja má að orð
ræðugreining sé verklag sem fer fram í þrepum.48 Fyrst var textinn lesinn
yfir og leitað að sameiginlegum þemum sem síðan voru kóðuð. Eftir að
þemu höfðu verið sett fram var leitast við að greina frá mismunandi birt
ingarmyndum innan hvers þema í samræmi við nálgun grundaðrar kenn
44 Sama rit, bls. 13.
45 Sama rit, bls. 37–40.
46 John W. Creswell, Research design: Qualitative, quantitative and mixed methods
approaches, 2. útgáfa, Thousand Oaks: Sage publications 2003; Virgina Braun
og Victoria Clarke, Successful Qualitative Research – a practical guide for beginners,
London: Sage, 2013.
47 ingólfur Ásgeir Jóhannesson, „Leitað að mótsögnum: Um verklag við orðræðu
greiningu“, Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði, ritstj. Rannveig Trausta
dóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 178–195, hér bls. 179.
48 ingólfur Ásgeir Jóhannesson, „Leitað að mótsögnum“.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“