Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 41
41
heldur hafi það verið óviljaverk. Ákærði hefur ekki getað skýrt sárin á
gagnauga Grétu. Hann hefur þó stungið upp á því að þau gætu verið
eftir táneglur hans, þegar hann sparkaði í höfuð Grétu, eða vindlings-
glóðina, sem hann reyndi að vekja hana með.53
Í goðsögunni um ödipus felst refsing hans í því að gangast við glæp sínum,
að sjá sannleikann um sjálfan sig. Sekt hans birtist í nafni hans bægifótur og
verður sýnileg í helti. Þannig er glæpur ödipusar hluti af sjálfsmynd hans,
sýnileg í nafni hans og leiðir til útlegðar. En slík viðurkenning er einnig leið
til þess að lifa með sannleikanum um sjálfan sig. Vegna þess að Bragi viður-
kennir ekki að hann svipti bæði sig og Grétu mennskunni með ofbeldi sínu
er hann fastur í þeirri hringrás ofbeldis og sjálfsblekkingar sem að lokum
leiðir til þess að hann er stunginn til bana í september 2002 af geðsjúkum
síbrotamanni, Steini Ármanni Stefánssyni (1966–2013) í sömu íbúðinni á
Klapparstíg 11.54 Eftir morðið á boxaranum (75) er honum „holað niður /
hjá ættingjum // Nafn hans er hvergi nefnt // Slík eru örlög / svarthjartaðra
manna“ (77). Á þennan hátt er tilvera boxarans þurrkuð út, hann fær ekki að
vera til sem minning, sem nafn, heldur verður hann að engu, ólíkt Grétu,
sem fær nafnið sitt „skrifað með / gylltu letri / á lágan stein“ (69).
Í ljóði Gerðar er það nafn Grétu einnar sem má ekki hverfa.
5.
„Nógu aumt er að deyja öllum gleymdur þótt maður fái ekki um sig erfiljóð“
segir Gerður Kristný í óbirtu erindi sem ber nafnið „Sorgleikaskáldið“, en
þar varpar hún fram spurningum um það hvers vegna hún skrifi jafn mikið
og raun ber vitni um konur og ofbeldi í verkum sínum.55 Hugsanlega
má líta svo á að verkefni Gerðar í þessu ljóði og öðrum af sama toga sé
ekki aðeins að varðveita minningu þessara kúguðu kvenna, því að um leið
þurrkar hún út nafn ofbeldismannsins. Í orðum skáldkonunnar felst galdur
og dómurinn sem hún fellir er trúarleg særing.
53 Úr dómi Sakadóms Reykjavíkur 13. júní 1988, bls. 648.
54 H.Kr., „Hörð átök og blóð upp um veggi“, DV 28. september 2002, bls. 15; Óttar
Sveinsson, „Geðsjúkur afbrotamaður á reynslulausn“, DV 28. september 2002, bls.
14.
55 Gerður Kristný, „Sorgleikaskáldið“, óbirt erindi flutt á Vetrarhátíð Reykjavík-
urborgar 6. febrúar 2016.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“