Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 9
8
fertugu kosningarétt 1915 en fimm árum síðar, 1920, var öllum konum 25
ára og eldri veittur réttur til að kjósa.23 Þrátt fyrir aukin réttindi snemma
á tuttugustu öld voru ýmis kynferðismál ekki í brennidepli hjá femínistum
fyrstu bylgjunnar. Kannski var útbreitt viðhorf Ágústs H. Bjarnasonar,
síðar háskólaprófessors, sem sagði í bókadómi á fyrsta áratug tuttugustu
aldar: „Það er nú hvorki kvenlegt umtalsefni í sjálfu sér né smekklegt að
vera að gera að hugleiðinga efni ástalaust samræði karls og konu.“24
Kynferðismál voru hins vegar á dagskrá í annarri kvenréttindabylgjunni
sem hófst hérlendis uppúr 1970. Á þeim tíma áttu sér miklar pólitískar
hræringar stað sem konur tóku þátt í, til dæmis var Rauðsokkahreyfingin
stofnuð 1970 en þegar hún leið undir lok kom Kvennaframboðið fram árið
1982. Á þessum áratugum héldu femínistar áfram að berjast fyrir jöfnum
rétti karla og kvenna á opinbera sviðinu, svo sem jöfnum launum, jöfnu
aðgengi að menntun og dagvistun barna. Þeir lögðu líka áherslu á mik-
ilvægar breytingar á einkasviðinu sem fólust til dæmis í því að konur réðu
yfir eigin líkama og ættu rétt á að nota getnaðarvarnir og fara í fóstur-
eyðingar.25 Þá voru kynferðisafbrot einnig til umræðu en til marks um
það má nefna að á áttunda áratugnum komu Hildigunnur Ólafsdóttir,
Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir ásamt öðrum norrænum
konum að ráðstefnu þar sem augum var sérstaklega beint að ofbeldi í fjöl-
skyldunni, nauðgunum og vændi.26 Í framhaldinu gerðu þær stöllur fyrstu
íslensku athugunina á ofbeldi í nánum samböndum og byggðu hana á
sjúkraskrám slysavarðstofu Borgarspítala árið 1979.27 En í blaðaumfjöllun
um fyrrnefnda ráðstefnu kemur fram að víða á Norðurlöndum séu „starf-
rækt neyðarathvörf þar sem konur og börn geta leitað hælis og fengið
23 „Sagan“, Konur og stjórnmál, sótt 11. desember 2018 af http://www.konurogstjorn-
mal.is/atburdir/#atburdur/yfirlysing-um-rett-konunnar.
24 Ágúst Bjarnason, „Bókmentir: Ólöf í Ási“, Reykjavík, 30. nóvember 1907, bls.
267–268, hér bls. 268.
25 Um aðra bylgju femínisma sjá Kathleen P. Iannello, „Women’s Leadership and
Third-Wave Feminism“, Gender and Women’s Leadership: A Reference Handbook,
ritstj. Karen O’Connor, Sage Publishing 2010, bls. 70–77, hér bls. 71. Um aðra
bylgju femínisma á Íslandi sjá t.d. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, Vera 1/2002,
bls. 16–19, hér bls. 17. Um Rauðsokkur og starf þeirra sjá Á rauðum sokkum:
Baráttukonur segja frá, ritstj. Olga Guðrún Árnadóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan
og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), 2011.
26 Sjá „Vændi, nauðganir og valdbeiting í fjölskyldunni“, Þjóðviljinn, 11. mars 1979,
bls. 12.
27 Sjá Ingólfur V. Gíslason, Ofbeldi í nánum samböndum: orsakir, afleiðingar, úrræði,
Reykjavík: Félags- og tryggingamálaráðuneytið, 2008, bls. 62.
BerGljót SOFFÍA, Guðrún OG SiGrún MArGrét