Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 109
111
Bæði orðin gætu verið tökuþýðingar, orðnar til fyrir bein áhrif frá hinum
erlendu „gleðipíum“, en orðasmiðirnir hefðu einnig getað myndað þau
sem tilbrigði við orðið gleðikona, ef til vill til að lýsa ungum aldri og hugs-
anlega sakleysi. Orð eins og gleðimær, gleðistúlka og gleðitelpa hafa verið
heldur meinlaus ef eitthvað var óljóst um siðsemi eða tekjulind kvenna
sem rætt var um eða ritað. nýtt orð af þessu tagi var ekki heldur mjög
meiðandi. Það hefur sjálfsagt komið sér vel þegar orðið gleðikona hafði
fengið eindregna vændismerkingu í hugum fólks.
Gleðimenni og gleðimanneskjur
Snemma á 20. öld koma fram á sjónarsviðið tvö ný gleði-orð sem mátti
nota um konur og karla. Annað þeirra er orðið gleðimenni sem hefur verið
notað um bæði kynin undanfarna öld. Elsta þekkta dæmið er frá árinu
1914 og á Tímarit.is eru dæmi frá árabilinu 1914–2005. Í dæmi (13)a. er
orðið gleðimenni haft um einstakling, erlendan karlmann, og (13)b. er úr
dánarfregn um íslensk hjón.
a. Hayter er mjög vel efnum búinn, hið mesta gleðimenni56
b. þau hjón voru vinsæl mjög, enda gleðimenni hin mestu bæði
tvö.57
Hitt er orðið gleðimanneskja sem nítján dæmi eru um á Tímarit.is frá árun-
um 1932–2013. Það er langoftast notað um konur og er ágæt staðfest-
ing þess að orðið manneskja er ekki algerlega kynhlutlaust heldur á oft
sérstaklega við konur, t.d. þegar það er notað um tiltekinn einstakling.58
Dæmin eru meðal annars úr minningargreinum um konur, t.d. (14)a.,
og er merkingin þar greinilega af gerðinni (A), þ.e. ‘kona gædd gleði,
kona gefin fyrir gleði’. Það er helst að léttúðarmerking komi fyrir í dæmi
(14)b. úr texta sem Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku. Aðeins eitt
dæmi á ekki við konu sérstaklega, (14)c., þar sem greinarhöfundur hneyksl-
ast á íslenskri áfengislöggjöf.
56 Morgunblaðið, 13. apríl 1914, bls. 754 (Ritmálssafn).
57 Dagsbrún, 13: 4/1918, bls. 32.
58 Dæmi um setningar þar sem orðið manneskja hefur vísað til kvenna eru „Láttu ekki
svona, manneskja!“ og „Hvað heldurðu að manneskjan hafi sagt?“ þar sem orðið
maður væri notað um karlmann.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS
(13)