Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 72
74
Hugtök og fræðileg sjónarmið
innan kvennaréttarins hafa verið settar fram mismunandi kenningar um
eðli réttarins og áhrif kyns á hann.18 Kvennarétturinn er sprottinn úr
gagnrýni á pósitívisma sem femínistar telja ónæman á vald, kyn og stétt,
auk þess sem þeir líta svo á að með pósitívískri aðferðafræði missi rétt
arkerfið tengslin við raunveruleikann.19 Áhersla á sjálfstæði, siðferðilegt
hlutleysi og skynsemi hylji raunveruleika laganna og hvernig lögin styðji
ríkjandi karllæga samfélagsskipan. Brynhildur Flóvenz telur að mikillar
tregðu gæti hjá stjórnvöldum að viðurkenna áhrif kyns innan réttarins og
að kynbundinn vandi verði ekki leystur án tillits til kyns.20 Í samfélagi sem
er ekki kynhlutlaust og þar sem kynjajafnrétti ríkir ekki má spyrja hvort
lögin og kynferðisbrotakafli þeirra eigi að vera það.
Nauðgun er verknaður sem á rætur að rekja til undirskipunar kvenna í
samfélaginu. Hafa ber í huga að það er samhengið þar sem metið er hvort
upplifun geranda eða þolanda skuli lögð til grundvallar og hvernig skorið
skal úr um þann vafa sem kann að vera til staðar. Vafinn snýst um hvað
konan raunverulega vildi og hvað maðurinn taldi að hún vildi.21 Það er svo
dómsins að meta hvor framburðurinn telst trúverðugri og hvort sönnunar
gögn styðji við annan hvorn framburðinn. dómari hefur óbundnar hendur
þegar hann leggur mat á sönnun, þ.e. vegur og metur staðreyndir máls.
Gildismat hvers og eins dómara hefur því mikil áhrif á sönnunarmat.22
Nauðgunarmýtur eiga drjúgan þátt í hvernig nauðgunarmál eru með
höndluð. Hugtakið nauðgunarmýta (e. rape myth) var fyrst skilgreint af
Burt sem rangar ályktanir eða hugmyndir byggðar á fordómum og staðal
myndum um nauðganir, fórnarlömb nauðgana og nauðgara .23 Burt taldi að
18 Brynhildur Flóvenz, „Um rétt og kynferði“, bls. 90.
19 Hilaire Barnett, Introduction to feminist jurisprudence, London: Cavendish Pu
blishing, 1998, bls. 100–102.
20 Brynhildur Flóvenz, „Kynbundið ofbeldi og forsendur við lagasetningu“, Rann-
sóknir í félagsvísindum X. Lagadeild, ritstj. Trausti Fannar Valsson, Reykjavík: Félags
vísindastofnun Háskóla Íslands, 2009, bls. 11–38, hér bls. 14.
21 Catherine MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method and State”, bls. 21.
22 Bertha Wilson, „Will women judges really make a difference?“, Law, Politics and
the Judicial Process in Canada, 3. útgáfa, ritstj. Frederick Lee Morton, Calgary:
University of Calgary Press, 2002, bls. 147–168, hér bls. 147.
23 Martha R. Burt, „Cultural myths and supports for rape“, Journal of Personality
and Social Psychology, 38/1980, bls. 217–230, hér bls. 217. Sjá einnig Kimberly A.
Lonsway og Louise F. Fitzgerald, „Rape myths in review“, Psychology of women
quarterly, 18/1994, bls. 133–164, hér bls. 134–135.
Þórhildur og ÞorgErður