Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 155
159
Í fyrri rannsóknum kemur þetta viðhorf, að konur segi nei við kynlífi en
meini í raun já, einmitt líka fram sem skýring af hálfu þeirra sem brjóta
kynferðislega gagnvart öðrum.28 Sú staðreynd að þolandinn nefnir þessa
réttlætingu í eigin færslu endurspeglar líklega að viðhorfið hafi haft áhrif á
upplifun þolandans.
Með líffræðilegri eðlishyggju er átt við það samfélagslega viðhorf að
karlmenn stjórnist af eigin líffræði, til dæmis hormónum, og að þeir hafi
enga stjórn á kynferðislegum hvötum sínum.29 Þessi skýring hefur áður
komið fram hjá gerendum en sumir þeirra halda því fram að kynhvöt þeirra
sé óviðráðanleg og knýi þá til að brjóta gegn öðrum. Í nafnlausum sögum
gerenda á netinu er þetta t.d. nefnt sem réttlæting á ofbeldishegðun.30 Í
þessari rannsókn vísuðu þolendur ítrekað til líffræðilegar eðlishyggju, sem
afsökunar gerandans; hann hafi ekki þóst geta stjórnað eigin hvötum. Hér
má sjá dæmi:
Upp úr því fóru nauðganirnar hratt fjölgandi, ég liggjandi grátandi
að biðja hann um að hætta og ekki snerta mig en hann þurfti að
klára sitt. Kyssti mig þegar hann klárar og segir „Sorry, var bara rugl
graður“.
Í þessu tilviki virðist sem gerandinn átti sig á broti sínu en telji það létt-
vægt eða réttlætanlegt. Af orðum annarra gerenda má ráða að þeir líti á
þessar líffræðilegu hvatir sem þarfir sem þeir verði að fá uppfylltar:
Þegar hann loksins var búinn og losaði mig hreytti ég í hann að
hann hefði verið að nauðga mér, hann svaraði „nei! þetta var ekkert
nauðgun, ég hætti bara að hugsa um hvað þú vildir og einbeitti mér
að mínum þörfum í staðinn“.
28 R. Lance Shotland og Barbara A. Hunter, „Women’s “token resistance” and
com pliant sexual behaviors are related to uncertain sexual intentions and rape“,
Personality and Social Psychology Bulletin, 21: 3/1995, bls. 226–236, hér bls. 226;
Diana Scully og Joseph Marolla, „“Riding the bull at Gilley’s”: Convicted rapists
describe the rewards of rape“, Social Problems, 32: 3/1985, bls. 251–263, hér bls.
251.
29 Catherine A. MacKinnon, Women’s lives, men’s laws, Cambridge, MA: Harvard
University Press, 2005, bls. 65–67.
30 Tracy N. Hipp o.fl., „Justifying sexual assault: Anonymous perpetrators speak out
online“, bls. 86.
„ÞÚ VEIST ÞÚ VILT ÞAð“