Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 97
99
b. Þorfinnr var hýbýlaprúðr ok gleðimaðr mikill; vildi hann ok, at
aðrir menn væri glaðir6
c. Magnús konungr var léttlátr ok leikinn, gleðimaðr mikill ok
kvinna-maðr mikill.7
Athygli vekur að í þremur tilvikum er orðið gleðimaðr notað um konu:
a. Kona sú fór þar um herað, er Oddbjǫrg hét, gleðimaðr, fróð ok
framsýn.8
b. Álfr átti konu, er Bera hét, kvinna fríðust ok skǫrungr mikill,
gleðimaðr inn mesti.9
c. En Friðgerðr var eptir ok þótti vera kona sœmilig ok allmikill
gleðimaðr ok samði sik mjǫk í háttum með ungum mǫnnum ok
var verkmaðr mikill ok umsýslumaðr.10
Af þessum dæmum má ráða að orðið gleðimaður hafi á fyrri öldum verið
notað um konur jafnt sem karla og kvenlýsingarnar þrjár benda við fyrstu
sýn til þess að það hafi þótt heldur lofsamlegt að teljast til gleðimanna.
Merkingarskilgreiningar fornmálsorðabóka nefna konur ekki sérstaklega
og sumar gefa í skyn að aðeins sé átt við karlmann („Mand, der gjerne tager
Deel i Lystigheder, lystig Mand“,11 „a cheery man“).12 Orðabók Fritzners
vísar hins vegar bæði í karla- og kvennadæmi og skýringin „Ynder af
Munterhed og Lystighed“ á ekki eingöngu við karla.13
Þessi notkun orðsins gleðimaðr um bæði kynin er augljóslega í samræmi
við það að í fornu máli merkti no. maðr bæði „Menneske uden hensyn
6 Grettis saga Ásmundarsonar í Íslenzk fornrit VII, útg. Guðni Jónsson, Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1936, bls. 571.
7 Heimskringla: Nóregs konunga sǫgur af Snorri Sturluson III, útg. Finnur Jónsson,
København: Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1893–1900, bls.
48418.
8 Víga-Glúms saga í Íslenzk fornrit IX, bls. 415.
9 Heimskringla: Nóregs konunga sǫgur af Snorri Sturluson I, bls. 3812.
10 Ljósvetninga saga í Íslenzk fornrit X, útg. Björn Sigfússon, Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1940, bls. 6511.
11 Erik Jonsson, Oldnordisk Ordbog, Kjöbenhavn: Det kongelige nordiske oldskrift-
selskab, 1863, bls. 176.
12 Richard Cleasby og Gudbrand Vigfusson, An Icelandic-English Dictionary, 2nd ed.
with a supplement by Sir William A. Craigie, Oxford: At the Clarendon Press,
1957, bls. 203.
13 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog, Første Bind, Omarbeidet,
for øget og forbedret Udgave, Kristiania: Den norske Forlagsforening, 1886, bls.
609.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS
(3)