Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 75
77
því að forðast ákveðna staði og aðstæður.33 Þá er ein nauðgunarmýta sú
að einungis „ákveðnum“ konum sé nauðgað, einkum konum með „slæmt“
orðspor og þeim sem standa illa félagslega eða tilheyra minnihlutahóp
um.34 Margir leggja ákveðinn skilning í hvað sé „alvöru nauðgun“. Hún sé
framin af ókunnugum aðila sem notist við vopn, eigi sér stað úti að kvöldi
til, miklu ofbeldi sé beitt og fórnarlambið sé illa leikið líkamlega. Að frá
töldu því að nauðgunin eigi sér stað að kvöldi til er í raun enginn þessara
þátta í samræmi við upplifun meirihluta fórnarlamba nauðgana þótt þeir
tengist þekktum mýtum.35 Mýtunni um að konur þekki ekki þann sem
nauðgar, fylgir oft að nauðgun er ekki talin jafn hræðilegur glæpur og ef
brotaþolinn þekkir gerandann. Samkvæmt mýtunni mætti ætla að það sé
vægari glæpur að vera nauðgað af einstaklingi sem kona hefur þegar sofið
hjá eða treystir. Ef gerandi þekkir brotaþola er oft ályktað að brotaþoli hafi
verið samþykkur. Ef aðilar þekktust eða voru í sambandi er síður talið að
um „alvöru nauðgun“ sé að ræða heldur einkamál þeirra.36 Fyrir breyt
ingar á kynferðisbrotakafla hgl. árið 2007 var um að ræða refsibrottfall,
þ.e. niðurfellingu refsingar, ef maður og kona ákváðu að taka saman aftur
eftir að kynferðisbrot átti sér stað. Ákvæðið er lýsandi fyrir þau viðhorf að
samþykki sé alltaf til staðar í samböndum.
druslusmánun (e. slutshaming) er notað yfir það þegar vegið er að
konum eða þær smánaðar fyrir að þykja of kynferðislegar, fyrir að eiga
einn eða fleiri rekkjunaut eða fyrir að gangast við kynferðislegum löng
unum og þrám. druslusmánun er afleiðing þeirrar tvöfeldni sem ríkir í
kynferðismálum, körlum leyfist að tjá sig kynferðislega og er jafnvel hrós
að fyrir það, en konur eru niðurlægðar fyrir sömu hegðun og sitja uppi
með skömmina.37 Konur hafa tekið til sinna ráða og efnt til druslugöngu
en hún fór í fyrsta skipti fram 2011 í Reykjavík og hefur verið haldin
árlega síðan. Hún er gengin til höfuðs þeim viðhorfum að konur bjóði
hættunni heim með klæðnaði sínum, að þær hafi daðrað eða verið drukkn
ar og geti því kennt sjálfum sér um kynferðisofbeldi. Gangan á uppruna
sinn í Kanada en tilefni hennar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í
33 Nina Burrowes, „Responding to the challenge of rape myths in court“, bls. 2.
34 Kimberly A. Lonsway og Louise F. Fitzgerald, „Rape myths in review“, bls. 136.
35 Martha R. Burt og Rochelle Semmel Albin, „Rape myths, rape definition and
probability of conviction“, Journal of Applied Social Psychology, 3/1981, bls. 212–230,
hér bls. 213.
36 Catherine MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method and State“, bls. 211.
37 Karen dögg Bryndísar og Karlsdóttir, Druslustimplun: „Þetta er ekki manneskja
fyrir þér, þetta er bara netið“, Háskóli Íslands, MAritgerð, 2015.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“