Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 75

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 75
77 því að forðast ákveðna staði og aðstæður.33 Þá er ein nauðgunarmýta sú að einungis „ákveðnum“ konum sé nauðgað, einkum konum með „slæmt“ orðspor og þeim sem standa illa félagslega eða tilheyra minnihlutahóp­ um.34 Margir leggja ákveðinn skilning í hvað sé „alvöru nauðgun“. Hún sé framin af ókunnugum aðila sem notist við vopn, eigi sér stað úti að kvöldi til, miklu ofbeldi sé beitt og fórnarlambið sé illa leikið líkamlega. Að frá­ töldu því að nauðgunin eigi sér stað að kvöldi til er í raun enginn þessara þátta í samræmi við upplifun meirihluta fórnarlamba nauðgana þótt þeir tengist þekktum mýtum.35 Mýtunni um að konur þekki ekki þann sem nauðgar, fylgir oft að nauðgun er ekki talin jafn hræðilegur glæpur og ef brotaþolinn þekkir gerandann. Samkvæmt mýtunni mætti ætla að það sé vægari glæpur að vera nauðgað af einstaklingi sem kona hefur þegar sofið hjá eða treystir. Ef gerandi þekkir brotaþola er oft ályktað að brotaþoli hafi verið samþykkur. Ef aðilar þekktust eða voru í sambandi er síður talið að um „alvöru nauðgun“ sé að ræða heldur einkamál þeirra.36 Fyrir breyt­ ingar á kynferðisbrotakafla hgl. árið 2007 var um að ræða refsibrottfall, þ.e. niðurfellingu refsingar, ef maður og kona ákváðu að taka saman aftur eftir að kynferðisbrot átti sér stað. Ákvæðið er lýsandi fyrir þau viðhorf að samþykki sé alltaf til staðar í samböndum. druslusmánun (e. slutshaming) er notað yfir það þegar vegið er að konum eða þær smánaðar fyrir að þykja of kynferðislegar, fyrir að eiga einn eða fleiri rekkjunaut eða fyrir að gangast við kynferðislegum löng­ unum og þrám. druslusmánun er afleiðing þeirrar tvöfeldni sem ríkir í kynferðismálum, körlum leyfist að tjá sig kynferðislega og er jafnvel hrós­ að fyrir það, en konur eru niðurlægðar fyrir sömu hegðun og sitja uppi með skömmina.37 Konur hafa tekið til sinna ráða og efnt til druslugöngu en hún fór í fyrsta skipti fram 2011 í Reykjavík og hefur verið haldin árlega síðan. Hún er gengin til höfuðs þeim viðhorfum að konur bjóði hættunni heim með klæðnaði sínum, að þær hafi daðrað eða verið drukkn­ ar og geti því kennt sjálfum sér um kynferðisofbeldi. Gangan á uppruna sinn í Kanada en tilefni hennar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í 33 Nina Burrowes, „Responding to the challenge of rape myths in court“, bls. 2. 34 Kimberly A. Lonsway og Louise F. Fitzgerald, „Rape myths in review“, bls. 136. 35 Martha R. Burt og Rochelle Semmel Albin, „Rape myths, rape definition and probability of conviction“, Journal of Applied Social Psychology, 3/1981, bls. 212–230, hér bls. 213. 36 Catherine MacKinnon, „Feminism, Marxism, Method and State“, bls. 211. 37 Karen dögg Bryndísar­ og Karlsdóttir, Druslustimplun: „Þetta er ekki manneskja fyrir þér, þetta er bara netið“, Háskóli Íslands, MA­ritgerð, 2015. „HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.