Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 164
168
sem brjóti gegn ókunnugum, gera það vegna eigin skorts á siðferði og
að þeir munu hegða sér svona, sama hvað að er gert.54 Að einhverju leyti
mætti líka tengja þessa tilvitnun líffræðilegri eðlishyggju, þar sem rándýr
eru að fylgja eigin eðli með því að ráðast á aðra. Aðrir þolendur taka sér-
staklega fram að gerandinn passi ekki inn í þá staðalímynd að gerandinn sé
rándýr, en það geri brotið gegn þeim ekkert minna. Þetta getur m.a. haft
áhrif á það hvort þolendum finnist að þeir geti sagt frá:
Mér leið illa með að segja frá af því að sá sem nauðgaði mér er ekki
skrímsli né ógeð sem á að skera undan.
Staðreyndin er sú að gerendur kynferðisofbeldis er fjölbreyttur hópur.55
Töluvert hefur verið rætt um þetta efni síðustu ár í íslensku samfélagi,
til dæmis með tilkomu Druslugöngunnar og vinnu samtaka eins og Blátt
áfram og Stígamóta.56
Lokaorð
Skýringarnar sem koma fram í færslum af samfélagsmiðlunum eru að hluta
til af samfélagslegum toga og vísa í ýmsar hugmyndir um konur, karla
og samskipti kynjanna. Þær samanstanda af almennum neikvæðum við-
horfum til kvenna, líffræðilegri efnishyggju, réttindum karla til kynlífs og
hlutgervingu.
Segja má að margar skýringanna sem koma fram í færslunum tengist að
einhverju leyti innbyrðis. Þannig tengist líffræðileg eðlishyggja hugmynd-
um um réttindi, þ.e. að kynhvöt karla sé ekki bara sterk og óstjórnleg,
heldur eigi þeir líka rétt á að fá hana uppfyllta, eins og fyrri rannsóknir
54 Justin T. Pickett, Christina Mancini og Daniel P. Mears, „Vulnerable victims,
monstrous offenders, and unmanageable risk: Explaining public opinion on the
social control of sex crime“, Criminology 51: 3/2013, bls. 729–759. Íslenskar rann-
sóknir um þetta efni hafa ekki birst í ritrýndum tímaritum, en slík þekking væri
mjög þörf.
55 Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, „Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Reynsla
kvenna á aldrinum 18–80 ára á Íslandi“, Stjórnarráðið, desember 2010, sótt 29.
apríl 2018 af https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/
ritogskyrslur2011/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf, hér bls. 51-52.
56 Sjá til dæmis Guðrún Jónsdóttir, „Surviving incest“, Journal of Social Work Practice,
4: 3–4/1990, bls. 56–70. Samtökin Blátt áfram voru stofnuð árið 2004 og á vegum
þeirra hefur verið haldinn fjöldi fyrirlestra og námskeiða um kynferðisofbeldi gegn
börnum (www.blattafram.is). Samtökin Stígamót (www.stigamot.is) voru stofnuð
árið 1989 en starfsfólk þess veitir ráðgjöf og fræðslu um kynferðisofbeldi.
Rannveig SiguRvinSdóttiR