Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 132
135
hefur verið allar götur síðan sú róttæka umbreyting átti sér stað – sem var
reyndar ekki alls fyrir löngu – að hætt var að umbera ofbeldi gegn konum
opinberlega. Til að sætta þá gildisþversögn sem býr um sig í sjálfsmynd
frjálslynds nútímaríkis sem setur mannréttindi á oddinn en umber á sama
tíma kerfislægt misrétti og valdamisvægi, og viðstöðulaust ofbeldi annars
kynsins gegn hinu, þarf umfangsmikla hugmyndafræðilega íhlutun.
Frá sögulegu sjónarhorni hefur hugmyndafræðileg íhlutun til að rétt-
læta kynferðisofbeldi karla gegn konum birst í viðhorfum á borð við þau
að ekki sé hægt að nauðga heiðvirðum konum vegna þess að þær geti
notað grindarbotnavöðvana til að loka fyrir aðgengi að leggöngum sínum
eða að nauðgun geti ekki hafa átt sér stað ef konan lifir hana af, því væri
henni í raun nauðgað, myndi hún ávallt spyrna við fram að dauðastund,
kjósa dauða fremur en að þola nauðgun.16 Þessar forsendur, sóttar annars
vegar í vísindalega þekkingu sinnar tíðar og samfélagsgildi hins vegar, og
aðrar áþekkar, hafa um sumt misst trúverðugleika á tímum frjálslyndis og
mannréttinda en aðrar hafa einfaldlega komið í þeirra stað. Þá ætti heldur
ekki líta fram hjá því að þótt ákveðnar hugmyndir kunni að hafa fallið í
ónáð er enn reimt af ýmsum forneskjulegum viðhorfum. Þar má nefna
uppblásnar áhyggjur karla af því að vera að ósekju bornir sökum af konum,
og að heiðvirðar konur komi sér ekki í aðstæður þar sem „hægt sé“ að
nauðga þeim.
Í samtímanum birtist hugmyndafræðin sem hér er um rætt í stofn-
unum sem ýta undir að ekki sé kært (m.a. með skilaboðunum um að slíkt
sé gagnslaust) og torvelda að þeir gerendur sem þó eru kærðir séu sóttir
til saka, og sýkna hátt hlutfall þeirra sem saksóttir eru. Hún birtist hjá fjöl-
miðlum sem forðast fréttaflutning um þessi efni og viðhalda þannig þeirri
langvarandi ímynd að um lítilmótlegan málaflokk sé að ræða. Þá verður
ekki litið framhjá öðrum þáttum sem samþykkja í raun kynferðisofbeldi
og styðja þannig við bakið á körlum. Má þar nefna hugmyndir um óskýrar
línur varðandi samþykki og samsekt þolandans í brotinu, auk almennrar
valdastöðu karla gagnvart konum. Í menningarefni, sem nær allt er fram-
leitt af fyrirtækjum sem stjórnað er af körlum, er viðhorfum viðhaldið
sem rök mætti færa fyrir að væru skaðleg hagsmunum kvenna – og svo
má áfram telja. Regnhlífarhugtak hefur verið skapað um hugmyndafræð
ina sem liggur ofangreindum þáttum til grundvallar og leitast við að
16 Joan McGregor, „The Legal Heritage of the Crime of Rape“, Handbook on Sexual
Violence, ritstj. Jennifer M. Brown og Sandra L. Walklate, London og New York:
Routledge, 2012, bls. 69–90, hér bls. 72–74.
STRÍð GEGN KONUM