Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 5
4
snúist um blóðskömm eina heldur „mögulega nauðgun“ og bendir m.a. á
að ferlið sem lýst sé í játningu hans sé sambærilegt við það sem víða megi
sjá í lýsingum brotaþola í nýlegum málum.8 Lára gerir einnig grein fyrir
stöðu Randíðar í málinu – sem er flókið og lýsir m.a. átökum kirkjuvalds
og veraldlegs valds – en Randíður var á þeim aldri að hún taldist ekki barn
en þó ekki lögráða. Hún var bannfærð fyrir legorðssökina. Eins og faðir
hennar neitaði hún sekt fyrir leikmannadómi en Lára færir ýmis rök fyrir
því að hagsmunir stúlkunnar hafi naumast skipt miklu í málsmeðferðinni
heldur hagsmunir karlanna sem hlut áttu að máli.9 Í svipaðan streng tekur
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir fyrr.10
Randíður varð ekki þunguð af samræðinu við föður sinn og dauðarefs-
ing lá ekki við blóðskömm á miðöldum. Slík refsing kom til með Stóradómi
á 16. öld en dauðarefsingin var ekki afnumin fyrr en 1870. Már Jónsson,
sem skrifað hefur ítarlega um dulsmál (1600–1900) og blóðskömm (1270–
1870) í íslenskri sögu rekur m.a. þetta átakanlega dæmi frá þriðja áratug
18. aldar um afleiðingar kynbundins ofbeldis fyrir brotaþolann:
Halldóra Jónsdóttir og faðir hennar Jón Eyjólfsson á Þórarinsstöðum
í Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu. Hann hafði nauðgað henni. Barnið
fæddist á góu. Hann tók við því í hús og gróf án vitundar hennar.
Þau voru dæmd til dauða að Dvergasteini 8. júní. Á alþingi var dóm-
urinn staðfestur og Jón höggvinn 16. júlí, en sök hennar vísað til
konungs. Konungur ákvað 9. júlí 1728 að hana skyldi taka af lífi og
það var gert 17. ágúst 1729.11
Enda þótt dauðarefsing fyrir blóðskömm hafi verið numin úr gildi seint á
19. öld, þannig að ekki væri hætta á að konur sem lentu í svipaðri aðstöðu
og Halldóra ættu von á að vera teknar af lífi, var ekki víst að gerendur hlytu
8 Lára Magnúsardóttir, Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275–1550: Lög og rann-
sóknarforsendur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007, bls. 193 og 207, leturbreyting
okkar.
9 Sama rit, bls. 206–213.
10 Þorgerður Þorvaldsdóttir, „Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?
Athugun á hlut kvenna í kennslubókun í sögu fyrir grunn- og framhaldsskóla“,
Saga 1/1996, bls. 273–305, hér bls. 292–293.
11 „Annáll dulsmála á Íslandi, frá lokum 16. aldar til upphafs 20. aldar“, Dulsmál á
Íslandi 1600–1900, fjórtán dómar og skrá, Már Jónsson bjó til prentunar og skrifar
inngang, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2000,
bls. 251.
BerGljót SOFFÍA, Guðrún OG SiGrún MArGrét