Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 162
166
Þolendur nefna að aðrir ætlist til þess að þeir komi í veg fyrir nauðgun
með því að berjast gegn henni:
Í mörg ár hélt ég að þetta væri ekki nauðgun, því ég man ekki eftir
að hafa barist á móti. Ég man ekki eftir að hafa sagt nei, reyndar
man ég ekki eftir að hafa hreyft mig allan tímann. Svo lærði ég í
fyrra að þetta kallast víst að frjósa. Ég er frjáls í dag frá þessu, enda
veit ég að þetta var ekki mér að kenna.
Einnig kemur fyrir að aðrir, sem ekki áttu hlut að máli, kenna þolendum
um ofbeldið:
Sagði kennara frá því sem gerðist en hann sagði mér að það væri
mér að kenna að ég var ekki nógu „clear“ þegar ég sagði „hættu“ eða
„ég vil þetta ekki“ svo ég hætti að reyna segja fólki.
Þessi skýring, að þolandinn eigi að hindra ofbeldið, tengist einnig líf-
fræðilegri eðlishyggju sem gerir ráð fyrir að karlar ráði ekki við kynhvöt
sína og að það sé því á ábyrgð þolandans að stöðva gerandann. Þetta er
nátengt þeirri tilhneigingu að kenna þolendum um ofbeldi, sem virðist
nokkuð sterk meðal almennings í spurningakönnunum47 og jafnvel þegar
þetta efni er skoðað sérstaklega á samfélagsmiðlum.48
Önnur þolendaskýring er áfengisneysla, en þolendum er iðulega kennt
um ofbeldi ef þeir voru undir áhrifum áfengis þegar glæpurinn var fram-
inn. Þessi skýring kemur fram hjá þolendum sjálfum,49 hjá gerendum50 og
meðal almennings.51 Í færslunum sem kannaðar voru var nokkuð algengt
47 Enrique Gracia, „Intimate partner violence against women and victim-blaming
attitudes among Europeans“, Bulletin of the World Health Organization, 92: 5/2014,
bls. 380–381.
48 Megan Stubbs-Richardson, Nicole E. Rader og Arthur G. Cosby, „Tweeting rape
culture: Examining portrayals of victim blaming in discussions of sexual assault
cases on Twitter“, Feminism and Psychology 28: 1/2018, bls. 90–108. Þar kemur fram
að Twitter notendur sem birta staðhæfingar þar sem þolendum er kennt um ofbeldi
eru líklegri til að hafa fleiri fylgjendur og vera deilt oftar (e. retweeted).
49 Carin Perilloux, Joshua D. Duntley og David M. Buss, „Blame attribution in sexual
victimization“, bls. 85.
50 Tracy N. Hipp o.fl., „Justifying sexual assault: Anonymous perpetrators speak out
online“, bls. 85.
51 Amy Grubb og Emily Turner, „Attribution of blame in rape cases: A review of
the impact of rape myth acceptance, gender role conformity and substance use on
victim blaming“, Aggression and Violent Behavior, 17: 5/2012, bls. 443–452, hér bls.
443.
Rannveig SiguRvinSdóttiR