Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 7
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
10
Ekki löngu eftir útgáfu bókarinnar hafnaði Freud þessum hugmyndum
og leiðir þeirra Breuers skildu. Í framhaldinu hóf Freud að þróa kenningar
sínar um dulvitund og hvatalíf og móta meðferðartækni sína. Kenningu sína
byggði Freud á þeirri sannfæringu að sjúkdómseinkenni sefasjúklingsins
stöfuðu af bælingu dulvitaðra hvata og langana.14 Meðferðin fólst síðan í
því að sjúklingurinn lagðist út af á legubekk og lét hugann reika. Freud sat
til hliðar við „höfuðgafl“ legubekksins, utan sjónmáls, og leitaði að um-
merkjum um þessar dulvituðu hvatir og langanir í frásögn sjúklingsins og
frjálsum hugrenningum. Grein Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur hér í heftinu
nefnist „Afgerandi augnablik. Um tráma og úrvinnslu þess í kvikmyndinni
Andkristur eftir Lars von Trier“ og kallast á við ýmislegt sem áhrærir þær
félagssögulegu aðstæður sem kenningasmíð Freuds er sprottin úr. Sigrún
vekur meðal annars máls á kynjapólitískum víddum áfalla og þeim samskipt-
um, sjúkdómseinkennum og úrræðum sem gjarnan eru í húfi þegar einhver
leggst á bekkinn og annar leggur við hlustir.
En hvað átti Freud við með dulvituðum hvötum og löngunum? Í skrifum
sínum endurskoðaði hann stöðugt fyrri hugmyndir, þar með talið kenningar
sínar um sálræna gerð mannsins. Endanlegt líkan Freuds yfir grunnform-
gerð sálarlífsins sýnir tengsl þriggja meginþátta þess; þaðsins, sjálfsins og yfir-
sjálfsins.15 Milli þessara þátta, sem gegna ólíku hlutverki, flæðir „líbídó“ en
það er orka sem er að hluta til hugræn og að hluta líkamleg. Hún knýr gang-
verk sálarlífsins en frumvirkni þess er tvískipt; annars vegar fólgin í lífshvöt
(Eros) sem miðar að uppbyggingu og viðhaldi lífsins og hins vegar í dauða-
hvöt (Þanatos) sem stefnir að niðurrifi lífsins og eyðileggingu.16 Torfi H.
hún fékk tungumálið á nýjan leik talaði hún reiprennandi á ensku en sagði ekki stakt
orð á móðurmálinu, þýsku. Einkennin létu að einhverju leyti undan síga þegar hún
deildi reynslu sinni með Breuer og því stakk hún upp á heitinu „the talking cure“.
Sjá Andrew Scull, Hysteria, bls. 135–142. Dæmi Önnu O er aftur á móti flókið.
Meðferð Breuer lauk nefnilega aldrei, hann henti Önnu út úr meðferðinni. Anna var
mjög skapandi ung kona en neitaði dáleiðslu sem Breuer trúði á og var með frum-
legar nýskapandi kenningar sem Breuer þoldi ekki. Hann var líka hrifinn af henni
og hræddur við hana. Freud og Breuer greindi á um meðferð Dóru og hún læknaði
sig sjálf að lokum. Sjá In Dora´s Case. Freud-Hysteria-Feminism, Cales Bernheimer og
Claire Kahane ritstýrðu, New York: Columbia University Press, 1985, bls. 9.
14 Eins og Dagný Kristjánsdóttir ræðir í umfjöllun sinni „Dóra í meðferð Freuds“ fór
kenningakerfið snemma að bera frásagnir og reynsluheim sjúklinga Freuds ofurliði,
sjá til dæmis bls. 106–108.
15 Freud gerir grein fyrir lokaniðurstöðu sinni af starfsháttum sálarlífsins í „Sjálfið og
þaðið“, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmennta-
félag, 2002, bls. 245–296.
16 Sjá Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson