Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 12
ARFLEIFð FREUDS
15
en hugtakið sagði hann ná yfir þau „vísindi sem taka á líffræðilegum eða sál-
fræðilegum atburðum sem bera það með sér að flokkunarkerfi efnis, rýmis
og tíma (og því orsakasamhengis) lúta ekki að almennt viðurkenndum lög-
málum.“28 Dulsálarfræðin er einmitt viðfangsefni greinarinnar „Drauma-
Jói, rannsókn 3. Fyrsta dulsálarfræðirannsóknin á Íslandi könnuð og lykkju
við hana bætt“ eftir Bjarna M. Bjarnason. Þar fjallar hann um rannsókn sem
doktor Ágúst H. Bjarnason framkvæmdi á Vopnafirði sumarið 1914 á fjar-
skyggnigáfu Jóhannesar Jónssonar frá Ásseli, eða Drauma-Jóa, en um er að
ræða fyrstu fræðilega viðurkenndu rannsóknina sem framkvæmd var hér á
landi á þessu sviði.
Eins og nú verður vikið að, þá hafa fjölmargir sálgreinendur, en ekki
síður heimspekingar og aðrir fræðimenn, þróað og gagnrýnt kenningar sál-
greiningarinnar frá því að Freud fór fyrst að setja þær fram með skipulegum
hætti um og upp úr aldahvörfum nítjándu og tuttugustu aldar.29
3.
Margir skólar, stofnanir og samtök sálgreiningarsinna hafa verið sett á fót frá því
að Freud hóf að leita skýringa á taugaveiklun og sefasýki. Það leið ekki á löngu
þar til ýmsir byrjuðu að gagnrýna og endurtúlka hugmyndirnar. Meðal elstu
arftaka hans eru Carl Gustav Jung, Alfred Adler og Otto Rank en eftir að Freud
lést árið 1939 þróuðust nýjar túlkanir, þar á meðal viðfangs tengslakenningar
Melanie Klein og síðar Donalds Winnicott og tengslakenning Johns Bowl-
bys. Sæunn Kjartansdóttir varpar ljósi á þróun þessara strauma sálgreiningar-
hefðarinnar í grein sinni í þessu hefti, „Tengslakenning Johns Bowlbys“ en eins
og titillinn bendir til eru kenningar Bowlbys þar í brennidepli. Meðal þess sem
Sæunn ræðir er hvernig tengslakenningin sker sig frá viðfangstengslakenning-
unni, samstarf Bowlbys og Mary Ainsworth, þróun tengslakenningarinnar og
hvernig hún nýtist í meðferð bæði barna og fullorðinna.
Hér gefst að sjálfsögðu ekki tóm til að rekja alla þá ólíku þræði sem
arfleifð Freuds í samtímanum er ofin úr. Á sviði hugvísinda og heimspeki
hefur þó einn kenningasmiður öðrum fremur mótað og miðlað arfleifð
Freuds, en það er franski sálgreinirinn Jacques Lacan. Kenningar Lacans
eru sprottnar af tilraunum hans til að takast á við, það sem hann taldi, af-
bakanir á hugmyndum Freuds og sálgreiningarinnar. Hans helsti skotspónn
28 Carl Gustav Jung, „The Future of Parapsychology“. Psychology and the Occult,
Princeton: Princeton University Press, 2020, bls. 156–158, hér bls. 156.
29 Haukur Ingi hefur áður gert kenningum Ulanovs skil í grein sinni „Óttinn við sál-
ina“ Ritið 2/2003, bls. 25−32.