Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 13
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
16
var sjálfs-sálfræðin (e. ego-psychology) og endurskoðun Melanie Klein á kenn-
ingum Freuds. Í þessari viðleitni sótti Lacan óspart í brunn formgerðar-
hyggju Claudes Lévi-Strauss og málvísinda Ferdinands de Saussure. Fram-
lag Lacans hefur af þessum sökum verið tengt ákveðnum viðsnúningi innan
sálgreiningarinnar, frá líffræðilegum áherslum á hvatalíf til tungumálsins
sem ráðandi þáttar í klínísku starfi. Lacan telur að það sé tungumálið sem
tali manninn og að dulvitundin sé allt í senn þrá, unaður, krafa og orðræða
Hins.30 Með því er átt við að dulvitundin sé ekki aðeins hluti af líffræði-
legum sálarbúnaði mannsins heldur eigi hún við um allt það sem liggur
utan meðvitaðrar stjórnar mannsins og myndar skort í heimi sjálfsverunnar.
Skorturinn er einmitt meginatriði í grein Guðrúnar Elsu Bragadóttur, „Til
tunglsins og til baka. Takmarkalaus ást í kvikmyndinni Hún“. Þessi mynd
bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Spike Jonze fjallar um ástarsamband
karlmanns og stýrikerfis. Samband þeirra gefur Guðrúnu Elsu tilefni til að
ræða birtingarmyndir hvatalífs og viðfangstengsla í skrifum Freuds, kenn-
ingar hans um ástarhagkerfið og tengsl þess við narsisisma, sorg „og þá til-
finningu fyrir skorti sem einkennir mannleg samskipti og sambönd“.
Alain Badiou hefur bent á að samræðan á milli sálgreiningar og heim-
speki í samtímanum byggist á nýrri hugmynd um manninn, „því það sem
Freud lagði fram með dulvitundarhugtakinu var hugmyndin um mannlega
sjálfsveru sem er meira en bara meðvitundin – sem felur meðvitundina í
sér en er meira en bara hún; þetta er kjarninn í merkingu orðsins ‘dulvit-
und’“.31 Það má halda því fram að þessi atriði hafi ætíð verið miðlæg í sál-
greiningunni, það er að segja hvað felist í því að vera og verða sjálfsvera, en
kenning Lacans um þetta efni sýnir hvernig sjálfið er hvorki fastákvarðað né
fyrirfram gefið. Hann telur í stuttu máli að innganga barnsins í tungumálið
marki skil á milli líffræðilegrar veru (ég, je) og mennskrar sjálfsveru (sjálf,
moi), að sjálfsveran verði annars vegar til í gegnum frumhátt samsemdar (hið
30 Þar á Lacan annars vegar við að við tökum við tungumálinu sem er afurð menning-
arinnar og það ber með sér hugmyndir, hugmyndafræði og afstöðu sem mótar sýn
okkar á okkur sjálf og aðra án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Hins vegar á
hann líka við það að dulvitundin er formgerð eins og tungumál, það er að hún starfi
samkvæmt lögmálum sem svipi til lögmála tungumálsins. Dæmi um þetta er hvernig
Lacan notfærði sér kenningar málvísindamannsins og formgerðarsinnans Romans
Jakobsson um nafnskipti og myndhvörf til að skýra og endurskoða draumakenningu
Freuds þar sem draumavinnan fer fram með hliðrun og þéttingu.
31 Alain Badiou, „The Adventure of French Philosophy“, New Left Review 35/2005,
bls. 67–77, hér bls. 74. Sjá einnig grein Alain Badiou, „Philosophy and Psychoana-
lysis“, Infinite Thought. Truth and the Return to Philosophy, London: Continuum,
2005, bls. 60–68.