Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 15
MARTEINN SINDRI, STEINAR ÖRN, GUÐRÚN OG SIGRÚN MARGRÉT
18
Freuds er, að mati Irigaray, sá að hún skýrir kynjamismun á félagslegum
forsendum, það er að segja út frá tákngerðum líkama sem býr til sjálfsverur
í karlkyni og kvenkyni, á meðan Freud lagði ætíð áherslu á líffræðilegar
undirstöður manneskjunnar.36 Aftur á móti vill Irigaray endurskrifa tákn-
gerðina sem Lacan lýsir og því hefur verkefni hennar falið í sér gagnrýni á
hið táknræna kerfi sem við notum til að hugsa um heiminn og stað okkar
innan hans. Þetta verkefni vísar um leið út fyrir umræðu um kynjamismun
og tekst einnig á við siðfræði og stjórnmál.
Hin franska viðtökusaga sálgreiningar hefur í fleiri tilvikum einkennst af
skapandi átökum um arfleifð Freuds og Lacans, og það má halda því fram
að þar hafi hugmyndum sálgreiningarinnar verið sýndur „trúnaðarlaus trún-
aður“.37 Gilles Deleuze og Félix Guattari hafa í bókunum And-Ödipusi og
Þúsund flekum til að mynda gagnrýnt Ödipusarlíkan Freuds harðlega, jafnt á
fræðilegum sem og pólitískum forsendum. Með hliðsjón af siðfræði Baruchs
Spinoza gerir Björn Þorsteinsson tangarsókn þeirra gegn túlkunarhefð sál-
greiningar ítarleg skil í grein sinni „Látið flæða“ sem birtist í þessu hefti.
Deleuze og Guattari telja nefnilega að Freud hafi misst sjónar á þeirri rót-
tæku kenningu sem sálgreiningin grundvallast á þegar hann lagði til að ráða
mætti í dulvitundina. Dulvitundin verður ekki túlkuð í eitt skipti fyrir öll, að
þeirra sögn, „dulvitundin er munaðarlaus“.38
Með líkum hætti hefur Michel Foucault gagnrýnt í fyrsta bindi Sögu
kynlífsins það sem hann kallar bælingartilgátuna; þá lífsseigu hugmynd að
kynlífið hafi verið bælt af öllum mætti frá því á Viktoríutímanum.39 Fleiri
36 „Þegar allt kemur til alls hlýtur hinn líffræðilegi mismunur [kynjanna] að hafa sínar
sálrænu afleiðingar“. Sjá Sigmund Freud, „Kveneðlið”, Nýir inngangsfyrirlestrar um
sálkönnun, þýðandi Sigurjón Björnsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1997, bls. 127–152, hér bls. 141. Freud telur konuna eða kveneðlið þó ekki vera
fyrirfram gefið, heldur að það verði til: „Í samræmi við sérstætt eðli sitt reynir sál-
könnunin ekki að lýsa því hvað kona er, en tekur sér fyrir hendur að grennslast um
hvernig hún verði til, hvernig kona þróist úr barni með tvíkynja hvatir“ („Kven-
eðlið“, bls. 132). Geir Svansson og Guðrún Elsa Bragadóttir eru meðal þeirra sem
hafa tekið þessa þætti í kenningum Freuds til skoðunar, meðal annars með tilliti til
hinsegin fræða og hugsunar handan kynjatvíhyggju. Sjá Geir Svansson, „Ósegjanleg
ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi“, Skírnir haust/1998, bls.
476–512 og Guðrún Elsa Bragadóttir, „Af usla og árekstrum. Sálgreining í ljósi hin-
segin fræða“, Ritið 2/2017, bls. 13–37.
37 Björn Þorsteinsson, „Samhengið í hugsun Jacques Derrida“, Lesbók Morgunblaðsins,
16. október 2004, bls. 6.
38 Gilles Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe. Capitalisme et schizophrénie I, París:
Minuit, 1972, bls. 57.
39 Um kenningar Freuds um Ödipusarduldina og bælingu sjá til dæmis greinar hans,