Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 16
ARFLEIFð FREUDS
19
áhrifamiklir höfundar af hinum franska skóla, svo sem Louis Althusser, Jac-
ques Derrida og Julia Kristeva, hafa einnig unnið úr arfi sálgreiningarinnar
á skapandi hátt.40 Í heftinu birtist einmitt þýðing Ásdísar Rósu Magnúsdótt-
ur á grein Kristevu „Unglingsskáldsagan“, en í greininni skoðar Kristeva
tengslin milli skáldsagnaritunar og unglingsáranna, þar sem orðið „ungling-
ur“ vísar ekki til ákveðins aldursskeiðs heldur, eins hún kallar það, opinnar
sálrænnar gerðar.
Það fjör sem hljóp í umræður um sálgreininguna í kjölfarið á endur-
túlkun Lacans á Freud hafði einnig áhrif utan Frakklands. Í Bandaríkjunum
lagði Judith Butler grunn að hinsegin fræðum og mótaði kenningu sína um
skjönun og kyngervi með gagnrýnni úrvinnslu á hugmyndum Freuds og
Lacans.41 Í seinni tíð hefur slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek verið
einn helsti kyndilberi sálgreiningar í hugvísindum á alþjóðavettvangi. Í
grein hans „’Guð er dauður en hann veit það ekki’“ sem birtist hér í þýðingu
Solveigar Guðmundsdóttur, fjallar Žižek um trúarbrögðin, yfirsjálfið og sið-
fræðina út frá kenningum Lacans. Það hefur orðið viðsnúningur á mark-
miðum sálgreiningarinnar í nútíma(neyslu)samfélagi samkvæmt Žižek sem
leitast við að sannreyna þá staðhæfingu sína, með hliðsjón af smásögunni
„Bobok“ eftir Dostojevskí, að siðfræði sálgreiningarinnar sé „eina orðræðan
þar sem manni leyfist að njóta ekki“.42
„Mótstaða og bæling“ og „Þróunarferli líbídóar og skipulag kynlífs“ í seinna bind-
inu af Inngangsfyrirlestrum um sálkönnun, bls. 310–326 og bls. 345–365. Gagnrýni
Foucaults er að finna í köflunum „Við hinir, viktoríumenn“ og „Bælingartilgátan“
í Alsæi, vald og þekking, þýðandi Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla Íslands, 2005, bls. 170–179 og bls. 180–211.
40 Áður hafa verið gefnir út tveir textar á íslensku eftir Juliu Kristevu, annars vegar
greinin „Orð, tvíröddun og skáldsaga“, Spor í bókmenntafræði 20. aldar, þýðandi
Garðar Baldvinsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991, bls.
93–128 og hins vegar bókin Svört sól. Geðdeyfð og þunglyndi, Dagný Kristjánsdóttir
ritstýrði og skrifaði inngang og Ólöf Pétursdóttir þýddi, Reykjavík: Háskólaútgáfan
og Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008. Þá má benda sérstaklega á ítar-
lega umfjöllun Dagnýjar í innganginum að bók Kristevu; „Ástin og listin gegn þung-
lyndinu“, bls. 13–47.
41 Sjá til dæmis Judith Butler, Gender Trouble. Feminism and the Subversion of Identity,
London og New York. Routledge, 1990.
42 Sjá einnig Slavoj Žižek, Óraplágan, Haukur Már Helgason þýddi, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2007, „Kant með (eða á móti) Sade“, Haukur Már Helga-
son þýddi, Hugur. Tímarit um heimspeki 16/2004, bls. 76–90 og „Framvinda „Mjúku
byltingarinnar““, Haukur Már Helgason þýddi, Af okkur, Reykjavík: Nýhil, 2004,
bls. 104–144. Žižek hefur til dæmis fjallað um trú í bókunum On Belief, London:
Routledge, 2001 og The Puppet and the Dwarf. The Perverse Core of Christianity, Cam-