Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 22
TIl mÓTS VIð DAuðANN Í BRENNu-NJÁlS SÖGu
25
Jacques lacan.5 margir erfiðleikar verða á vegi þeirra sem fara þessa leið að
fornsögunum. Höfundar þeirra eru nafnlausir og við erum ekki einu sinni
viss um að rétt sé að gera ráð fyrir einum höfundi eða hvort fleiri hafi vélað
um hana, annað hvort samtímis eða síðar þegar sögurnar voru skrifaðar upp.
Því er ekki hægt að styðjast við vitneskju um ævi eða persónu höfundar til
að undirbyggja djúpsálarfræðilega túlkun. Við þetta bætist að töluverður
munur getur verið á gerðum sögunnar eftir handritum, auk þess að munn-
leg hefð hefur átt sinn þátt í tilurð þeirra.6 Enn fremur er allsendis óvíst
hvort hugtök sálgreiningarinnar dugi til að ná markmiðum flestra þeirra
sem rannsaka bókmenntir liðinna alda, sem felast í því að skilja formgerð
og merkingarsmíð í textum í ljósi hins sögulega og félagslega veruleika sem
þeir eru upprunnir í.
Í bók um Egils sögu, hef ég reynt að færa rök fyrir því að skipting sög-
unnar í tvo hluta komi til af því að einföld átök söguhetjunnar við konung í
fyrri hlutanum, það er milli Þórólfs Kveld-Úlfssonar og Haraldar hárfagra,
verða flóknari í seinni og lengri hlutanum. Þar á Egill ekki einvörðungu í
átökum við kóng, heldur líka við eigin föður og Guð. Síðarnefndu átökin
eru meira eða minni dulin í sögunni en eru gefin til kynna á svipaðan hátt
og Freud telur að draumar bæði tjái og feli það sem fer fram í dulvitundinni,
það er með hliðrun og þéttingu (þýs. Verschiebung und Verdichtung).7 Eins og
draumar, sýnir Egils saga og felur í senn, því hún fjallar um frumátök Ödip-
usarskeiðsins sem hún varpar á viðfangsefni sem tengjast bæði stjórnmálum
og trú. Nálgun sálgreiningar gerir kleift að skýra marga þætti sögunnar, ekki
síst hvað vakir fyrir aðalpersónunni, Agli Skalla-Grímssyni. Enn fremur
eykur hún skilning nútímamanna á rótum sögunnar í samtíma sínum.8
Í ritgerð um Eyrbyggja sögu hef ég einnig reynt að leysa gátuna um
óvenjulega byggingu hennar á svipuðum forsendum. Þar má finna fleiri en
eina föðurpersónu og er þeim stillt upp sem andstæðum á kerfisbundinn
hátt. með því að tvinna saman sálgreiningu og frásagnarfræði A. J. Greimas,
má sýna að föðurmyndirnar dreifast um söguna á skipulegan hátt og að það
tengist annars vegar því hvernig söguþræðirnir fléttast saman og hins vegar
5 Carolyn Anderson, „No Fixed Point. Gender and Blood Feuds in Njal’s Saga“,
Philological Quarterly 81: 4/2002, bls. 421–440.
6 Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar. Tilgáta um aðferð,
Reykjavík: Stofnun Árna magnússonar á Íslandi, 2002.
7 Sigmund Freud, Draumaráðningar, Sigurjón Björnsson þýddi, ritaði inngang og
skýringar, Reykjavík: Skrudda, 2010, bls. 212; 230.
8 Torfi H. Tulinius, Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2004.