Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 25
TORFI H. TulINIuS
28
taldi að strákhnokkinn væri með þessu móti að endurupplifa þjáninguna sem
hann varð fyrir þegar móðir hans yfirgaf hann, en jafnframt að ná tökum á
henni með því að láta móðurina koma aftur með táknrænum hætti.15
líta mætti á endurtekningaráráttu sem birtingarform vellíðunarlög-
málsins (að lina kvíðann), en hún liggur dýpra. með endurtekningunni binst
orkan sem ver sálarlífið fyrir hinu yfirþyrmandi áreiti sem áfallið er. Hún er
því eins konar varnarháttur og það mætti halda því fram að því fleiri merki
sem finnast um þessa áráttu í bókmenntatexta, því meira sé áfallið sem höf-
undurinn er meðvitað eða ómeðvitað að fást við. Brooks telur að nota megi
kenningu Freuds um dauðahvatirnar sem eins konar „meistarafléttu“ fyrir
allar frásagnir.16 Ég tel þó að hún sé misjafnlega sýnileg eftir frásögnum og
að Brennu-Njáls saga sé dæmi um sögu þar sem kenning Freuds um dauða-
hvötina hafi mikið skýringargildi.
„Koma mun til mín feigðin…“
Það er sláandi hversu margar persónur Brennu-Njáls sögu eru jákvæðar gagn-
vart eigin dauða.17 Af aðalpersónum eru það meðal annars Gunnar, sem
ákveður að snúa aftur til Hlíðarenda, þegar hann er á leið í tímabundna
útlegð, þrátt fyrir að bæði Kolskeggur og Njáll hafi sagt honum að það yrði
hans bani (181; 183). Njáll, Bergþóra og Skarphéðinn sýna öll, með einum
eða öðrum hætti, að þau kjósi fremur dauðann (326-330), og einnig Flosi,
eins og þegar hefur verið bent á. Þetta á jafnframt við um margar aukaper-
sónur, eins og til dæmis Þjóstólf, fóstra Hallgerðar. Þegar hann hefur vegið
Glúm, eiginmann Hallgerðar, fylgir hann fyrirmælum hennar um að fara til
Hrúts, föðurbróður hennar, þótt hann gruni að hún hafi sent hann þangað
til að hann yrði drepinn (50). Sama má segja um þá Kol, Atla, Þórð leys-
ingjason og aðra þá sem taka þátt í hinum svokölluðu „húskarlavígum“ sem
húsfreyjurnar að Hlíðarenda og Bergþórshvoli standa fyrir (93; 99; 107).
Allir vita þeir að þátttaka í vígunum muni draga þá til dauða. Eigi að síður
15 Sama rit, bls. 93–97.
16 Peter Brooks, „meistaraflétta Freuds. líkan fyrir frásagnir“, Brynja magnúsdóttir
þýddi, Ritið 2/2003, bls. 165–190, bls. 181.
17 Ég ræði ekki hér hugmyndir sem lesa má úr Brennu-Njáls sögu um forlög og
óumflýjanleika þeirra. um þær hefur lars lönnroth fjallað ágætlega (Njáls Saga.
A Critical Introduction, Berkeley: university of California Press, 1976, bls. 123–
136), einkum hve erfitt er að skilja á milli kristinna og heiðinna hugmynda um þau
efni. Viðfangsefni mitt eru dýpri sálrænar formgerðir sem móta menningarlegar
hugsmíðar eins og til dæmis forlagatrú.