Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 26
TIl mÓTS VIð DAuðANN Í BRENNu-NJÁlS SÖGu
29
láta þeir undan vilja kvennanna. Þetta þýðir ekki að þeir leitist ekki við að
verja sig þegar á hólminn er komið, en það var á þeirra valdi að forðast að
lenda í þessum aðstæðum. Þetta gildir einnig um Austmanninn Þóri, sem
vill ekki fara að Gunnari en gerir það eigi að síður þegar húsfreyjan á heimil-
inu eggjar hann til þess. Hann veit að þetta verður hans bani (155). Hjörtur,
bróðir Gunnars, kýs einnig að berjast, þótt Gunnar hafi dreymt fyrir vígi
hans (156). loks má ekki gleyma drengnum Þórði Kárasyni, sem vill frekar
deyja með afa sínum og ömmu í brennunni, Njáli og Bergþóru, heldur en
að lifa þau (330).
Þessi þáttur sögunnar er náskyldur stílbragði sem mikið er notað í sög-
unni og felst í að gefa óorðna atburði til kynna með forboðum af einu eða
öðru tagi.18 Það að vita fyrirfram af dauða sínum, ekki síst ef sagt hefur verið
fyrir um hann af persónu eins og Njáli, sem er forspár, þýðir að með ein-
hverjum hætti sé maður sáttur við hann. Þetta er einkar skýrt þar sem Gunn-
ar á í hlut, eins og Theodore m. Andersson hefur bent á: „Því er erfitt að
trúa því að Gunnar sé ekki þátttakandi, viljandi eða óviljandi, í að koma eigin
dauða í kring.“19 Í þessu samhengi vekur það eftirtekt að Gunnar er aldrei
sagður vera glaður eða kátur, fyrr en honum er lýst í haugi sínum eftir vígið.
Þar er hann „kátligr ok með gleðimóti miklu“ (193).
Hugmyndin um fyrir fram ákvarðaðan dauða birtist í nafnorðinu „feigð“
og lýsingarorðinu „feigur“. Þegar farið er í gegnum allar Íslendingasögurnar
kemur í ljós að hvergi nema í Brennu-Njáls sögu, koma þau fyrir oftar en
þrisvar sinnum, en í mörgum þeirra finnast þau ekki. Í Brennu-Njáls sögu,
sem vissulega er lengsta sagan, má finna annað hvort lýsingarorðið eða nafn-
orðið alls tíu sinnum. Þetta er óvenju há tíðni og bendir til þess að höfundur
sögunnar hafi haft sérstakan áhuga á þeirri hugmynd að þeim sem lifa sé
ætlaður dauði.
Sjálfur notar Gunnar nafnorðið „feigð“ á mjög athyglisverðan hátt í 68.
kafla sögunnar þegar Kolskeggur er að vara hann við hugsanlegri hættu:
„Koma mun til mín feigðin, segir Gunnar, hvar sem ek em staddr, ef mér
verðr þess auðit.“ (168). Valið á orðtakinu „að verða einhvers auðið“ er
18 Günter Zimmermann, „Die Vorausdeutungen in der Njáls saga unter strukturellen
Aspekt“, Linguistica et Philologica. Gedenkschrift für Björn Colliner (1894-1983),
Otto Geschwantler, Károly Rédei og Hermann Reichert gáfu út, Wien: Wilhelm
Braumüller, 1984, bls. 597–607.
19 Theodore m. Andersson, The Growth of the Medieval Icelandic Sagas (1180-1280),
Ithaca and london: Cornell university Press, 2006, bls. 195: „It therefore seems
difficult to believe that Gunnarr is not a partner, voluntary or involuntary, in his
own undoing“ (mín þýðing).