Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 30
TIl mÓTS VIð DAuðANN Í BRENNu-NJÁlS SÖGu
33
Skarphéðinn Njálsson hefur löngum verið lesendum Brennu-Njáls sögu
hugstæður, eins og hann auðsýnilega fangaði hugmyndaflug þess sem ritaði
söguna. Vissulega er hann óvenjuleg sögupersóna, og á margan hátt ein-
stakur í fornsögunum. Það fer lítið fyrir honum í fyrri hluta sögunnar, þar
sem hann heldur sér til hlés, hlýðir skipunum föður síns og styður vini sína.
Þegar hann stígur fram á sviðið í seinni hlutanum, er það fyrst og fremst til
að fremja ofbeldisverk, til dæmis að hefna Gunnars eða vega fyrst Þráin, eftir
að hann hefur tekið þátt í að smána þá, og seinna meir son hans Höskuld,
þegar hann hefur verið rægður fyrir honum og bræðrum hans (231; 280).
Hann spillir líka tilraunum þeirra til að öðlast bandamenn á Alþingi eftir
vígið á Höskuldi (297–306). Enn fremur tekst honum að eyða sættinni sem
margir góðgjarnir menn höfðu lagst á eitt að semja um. Við þetta tækifæri
er sagt um þá Skarphéðinn og Flosa að þeir séu augljóslega „ógæfumenn“
(314). loks er það Skarphéðinn sem tekur af skarið um að hlýða föður sínum
og fara inn í brennandi bæjarhúsin í stað þess að berjast við Flosa og menn
hans utandyra. Þó veit hann að það verður hans bani (326).
Þetta gæti nægt til að tengja Skarphéðin við dauðahvatirnar. En það eru
aðrar hliðar á persónunni sem gera þessi tengsl enn skýrari og áhugaverðari.
Á margan hátt er hann óhugnanlegur í skilningi Freuds, það er að segja
að það er eitthvað sem er ekki alveg mennskt við hann. mjög oft er vakin
athygli á fölri ásjónu hans. Hann er maður sterkra tilfinninga en gerir sitt
besta til að dylja þær (114). Eitt af höfuðeinkennum hans er glottið sem víða
er minnst á í sögunni (96; 98; 114; 299; 304; 327). Það er eitthvað dular-
fullt við þetta glott sem gefur til kynna að hann hafi gaman af neikvæðum
hlutum, en glottið hefur líka ögrandi áhrif á sumar aðrar persónur.28
Þetta kemur hvergi jafn skýrt fram og í hegðun Skarphéðins á Alþingi,
þegar Njálssynir eru að leita eftir stuðningi helstu höfðingja landsins vegna
vígs Höskuldar Þráinssonar Hvítanessgoða. Frásögnin af liðsbóninni er sér-
lega áhugaverð í ljósi dauðahvatanna. Hún skiptist í fimm sjálfstæðar senur
sem allar hafa sömu formgerð. Í hverri þeirra er Skarphéðni lýst af höfð-
ingjanum á svipaðan hátt en þó er nokkur munur á því hvað sagt er um hann
(297–306).
Þegar hefur komið fram að sterk tengsl eru milli endurtekninga og dauða-
hvatarinnar. Þótt munur sé á senunum þá er það endurtekning þeirra sem
Standard Edition of the Complete Psychological Works, london: Hogarth Press,
1917, bls. 143.
28 low Soon Ai, „The mirthless Content of Skarphedinn’s Grin“, Medium Aevum 65:
1/1996, bls. 101–107, hér bls. 101.