Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 31
TORFI H. TulINIuS
34
gerir þær minnisstæðar, auk hegðunar Skarphéðins sem er bæði uggvekjandi
og óhugnanleg. Þessi óhugnaður er gefinn til kynna á ýmsan hátt, meðal
annars í lýsingum höfðingjanna á honum. Einkum er athyglisvert hvernig
Skafti Þóroddsson lýsir honum sem „tröllslegum“ en Hafur inn auðgi sem
„svo illilegum sem genginn sé út úr sjávarhömrum“ (298; 301). Í þessari
frásögn er sérstaklega dregið fram að það er eitthvað við Skarphéðin sem
vekur óhug þeirra sem í kringum hann eru, líkt og að sjálfur dauðinn væri
viðstaddur. Einkum er það athyglisvert að Hafur inn auðgi skuli líkja honum
við tröll sem gengið sé út úr hamri, því það býr til hliðstæðu milli hans
og Járngríms sem boðar dauða þeirra sem hann kallar. Þetta styrkist meðal
annars af því hvernig fólk bregst við líkama hans eftir dauðann. Hann hafði
heyrst kveða vísu úr brunarústunum og Grani Gunnarsson skildi það svo
að hann myndi ganga aftur (336–337). meðan hann var lifandi, var eitthvað
óhugnanlegt við Skarphéðin. Að því leyti líktist hann Glámi í Grettis sögu
eða Þórólfi bægifóti í Eyrbyggju sem báðir gengu aftur. Því kemur það öllum
þægilega á óvart að verða ekki fyrir ónotum í návist Skarphéðins látins (344).
„Veg þú aldrei meir í inn sama knérunn“:
Endurtekningar og dauðahvatir
Eins og raunar á við um margar frásagnir, eru endurtekningar mikilvægur
þáttur í því hvernig frásögn Brennu-Njáls sögu er ofin. Þetta er sérlega áber-
andi í þeim hlutum sögunnar sem fjalla um húskarlavíg Hallgerðar og Berg-
þóru, frásögninni af því hvernig Gunnar blekkir Hrút snemma í sögunni
og í langdregnum köflum um lagaflækjur og klæki eftir Njálsbrennu. Þó
er eftirtektarvert að í sögunni er varað við endurtekningum, líkt og höf-
undurinn skynji sambandið milli þeirra og dauðahvatar. Þetta á við um
Gunnar sem endurtekur víg Otkels með því að drepa son hans Þorgeir, þrátt
fyrir að Njáll hafi varað hann við því að vega aftur „í inn sama knérunn“
(139; 167). Harmrænar aðstæður gera það að verkum að Gunnar getur ekki
annað. Sama verður ekki sagt um Skarphéðin og bræður hans sem leyfa
merði, manni sem þeir síst af öllum áttu að treysta, að plata sig til að fara að
Höskuldi eftir að hafa vegið föður hans Þráin nokkrum árum fyrr. Þeir hafa
„vegið í inn sama knérunn“. Eins og kenning Freuds gerir ráð fyrir, er það
með endurtekningum sem hinar illhöndlanlegu dauðahvatir gera vart við
sig. Þannig er farið um víg Höskuldar, en sagan virðist ótvírætt gefa í skyn
að það víg muni leiða til dauða Njáls og allra sona hans (281). Það er eins
og dulið afl hafi tekið stjórnina, afl sem er mennskt en lýtur þó ekki stjórn