Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 36
LáTIð FLæðA
39
heimi sem fjölskyldan er, og raunar er hann keppinautur barnsins um hylli
móðurinnar. Þá kemur upp í barninu sú hvöt að ryðja föðurnum úr vegi
svo að það fái (að nýju) setið eitt að ást móðurinnar. Sú urðu einmitt örlög
goðsagnapersónunnar Ödipusar, sem frá er sagt í harmleik Sófóklesar: hann
drap föður sinn og giftist móður sinni. Freud heldur því sem sagt fram að
þarna sé komin innsta og jafnvel upprunalegasta þrá hvers mannsbarns sem
lætur að minnsta kosti ákaft til sín taka á ákveðnu skeiði bernskunnar. Flest-
um tekst þó að bæla þessa þrá niður, eða koma böndum á hana, og beygja
sig undir það lögmál sem faðirinn er fulltrúi fyrir og er í reynd einhvers
konar grunnlögmál siðmenningarinnar: sifjaspell eru bönnuð, og manns-
barninu er ætlað að finna ástleitni sinni viðfang utan fjölskyldunnar. Þetta
lögmál föðurins reynist síðan vera eins konar fyrirboði þess sem koma skal,
því mannsbarninu er gert að beygja sig undir fjölmörg önnur boð og bönn,
ætli það sér að verða góður og gegn þjóðfélagsþegn, eða hreinlega maður
með mönnum.
Til að skýra frekar það sem hér er í húfi liggur beint við að tengja Ödip-
usardramað við greiningu Freuds á sálarlífi mannsins almennt.4 Sem kunn-
ugt er dró Freud upp þá mynd af hinu mannlega sjálfi að það sé ofurselt
eilífri togstreitu milli frumstæðra hvata, sem leita upp úr dulvitundinni
eða þaðinu,5 og boða og banna sem eiga rætur í ytri heimi og/eða í fulltrúa
föðurins í sálarlífinu, yfirsjálfinu. Þannig má ef til vill segja að sjálfið sé á
stöðugu volki milli þess að vera „sælt svín“ eða „óánægður Sókrates“, svo
vísað sé til valinkunnrar formúlu Johns Stuarts Mill:6 annars vegar berast því
hvatir frá þaðinu sem kalla á blinda fullnægju og svölun hvenær og hvar sem
4 Kjarna greiningarinnar á sjálfinu er að finna í Freud, „Sjálfið og þaðið“, og í Sig-
mund Freud, „Sundurgreining hins sálræna persónuleika“, Nýir inngangsfyrirlestrar
um sálkönnun, Sigurjón Björnsson þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
1997, bls. 67–92. Síðarnefndi textinn er í öllum meginatriðum samhljóða þeim fyrri
og í raun samantekt á honum. Báðir textarnir hafa að geyma greinargerð Freuds
fyrir því hvernig greining hans á sjálfinu tók breytingum í tímans rás. Hér er gengið
út frá þeirri gerð sálarlíkansins sem Freud setur fram í þessum tveimur textum og
má heita hin endanlega gerð líkansins.
5 Færa má rök fyrir því að dulvitundin og þaðið séu ekki nákvæmlega sama fyrirbærið,
eða að annað hugtakið sé víðara en hitt; hér verður ekki tekin afstaða í því efni og
farin sú leið að leggja hugtökin einfaldlega að jöfnu. Sjá bollaleggingar Freuds um
þessi efni í „Sundurgreiningu hins sálræna persónuleika“, einkum bls. 82–83.
6 Sjá John Stuart Mill, Nytjastefnan, Gunnar Ragnarsson þýddi, Reykjavík: Hið ís-
lenska bókmenntafélag, 1998, bls. 107–108. Orðrétt segir þar: „Betra er að vera van-
sæll maður en sælt svín og betra er að vera óánægður Sókrates en ánægður heimsk-
ingi.“