Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 37
BJÖRn ÞORSTeInSSOn
40
færi gefst („láttu það eftir þér!“), en hins vegar dynja stöðugt á því skipanir
yfirsjálfsins um að standast áhlaup hvatanna og gera það sem skyldan segir
til um („svona gerir maður ekki!“). Mikilvægt er að átta sig á því að þetta
mótvægi þaðs og yfirsjálfs er forsenda þess að hin mennska lífvera fái þrifist.
Væri yfirsjálfið ekki til staðar myndi lífveran hreinlega tortíma sjálfri sér í
hóflausu hóglífi. Fyrir atbeina yfirsjálfsins rennur það upp fyrir sjálfsverunni
að hún getur ekki lotið lögmáli nautnanna – sem Freud nefnir vellíðunar-
lögmálið – skilyrðis- og afdráttarlaust. Öllu heldur verður hún að stilla sókn
sinni í fullnægju í hóf og laga sig að „staðreyndum lífsins“ – eða, með öðrum
orðum, haga lífi sínu í samræmi við það sem Freud nefnir raunveruleikalög-
málið.7
Rétt er að staldra við fáein atriði í þessari margslungnu útlistun Freuds.
(a) Að því gefnu að þaðið sé fulltrúi fyrir óbeislað og afdráttarlaust líf, þá
afstöðu að „lifa lífinu lifandi“, „njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða“
og svo framvegis, þá blasir við að markmið þessa sama lífs er að tortíma
sjálfu sér – að taka inn þann „dauðaskammt af lífi“ sem Dagur Sigurðarson
drepur á í einu ljóða sinna.8 Hér er hugmynd Freuds um dauðahvötina svo
að segja ljóslifandi komin: hún er innsta þrá þess sem lífsanda dregur, því að
lífið er spenna sem myndast hefur í hinu dauða efni, og Freud lítur svo á að
spenna leitist alltaf við að losna, það er eyða sjálfri sér.9 (b) Andspænis þessari
hvöt stendur líbídóin, sú viðleitni einstaklingsins að fresta dauðanum eins
lengi og mögulegt er og sigla milli skers og báru, „kætast meðan kostur er“
en láta ekki lífsnautnina ríða sér á slig. Líbídóin, sem ef til vill mætti kalla
„lífsmagn“ á íslensku, stendur þannig í nánum tengslum við raunveruleika-
lögmálið. (c) Að þessu sögðu er ástæða til að árétta að raunveruleikalög-
málið lýtur ekki einvörðungu að þaðinu, heldur einnig að yfirsjálfinu (eða
lögmáli föðurins – eða Stóra hinum, svo gripið sé til hugtaks sem Lacan
hafði um þennan sama aðila). Þannig verður það fulltrúi fyrir nauðsyn þess
að semja sig að þeim skráðu og óskráðu lögum, reglum, hefðum og venjum
sem ríkja í samfélaginu og manni ber að lúta, vilji maður ekki hafa verra af.
Dauðahvötin, sem raunveruleikalögmálið reynir að halda í skefjum, miðar
ekki eingöngu að því að tortíma lífverunni með ofneyslu heldur einnig að
7 Um þessi lykilhugtök sjá Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, Ritgerðir,
Sigurjón Björnsson þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 85–
147.
8 Sjá Dagur Sigurðarson, „Dauðaskammtur“, Glímuskjálfti. Ljóð 1958–1988, Reykja-
vík: Mál og menning, 1989, bls. 292–293. Ljóðið birtist upphaflega í Sólskinsfíflum
(1980).
9 Sbr. Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 121.