Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 38
LáTIð FLæðA
41
því að ýta henni út í athafnir sem stangast á við ríkjandi viðmið og skipulag
og dæmast því „andfélagslegar“.
Hugum nánar að því sem hér er á ferðinni. Það getur augljóslega ekki
verið forsenda þess að barn verði að góðum og gegnum þjóðfélagsþegni
að það alist upp hjá líffræðilegum föður sínum, né heldur að einhver annar
gangi barninu í föðurstað í bókstaflegum skilningi. engu að síður felst ótví-
rætt í Ödipusardramanu sá boðskapur að sálarkvilla og/eða andfélagslega
hegðun megi að öllu jöfnu rekja til vandkvæða við að gangast undir lögmál
föðurins eða mótþróa gegn því. Þessari andspyrnu má til dæmis lýsa með
skírskotun til hugtaksins um völsann eða fallusinn, en til að varpa ljósi á
það er nauðsynlegt að hverfa aftur til frumbernskunnar og leika Ödipusar-
dramað upp á nýtt.10 Í fyrstu gerir kornabarnið engan greinarmun á sér og
móðurinni, og raunar greinir það ekki veruleikann í sundur að heitið geti.
Síðan kemur að því að barnið uppgötvar að það er sjálfstæð vera, frábrugðin
móðurinni (þetta á sér stað á tímabili sem Lacan nefndi spegilstigið, það er
þegar barnið er 6–18 mánaða gamalt11). Loks verður sá atburður að barnið
gerir sér grein fyrir því að þriðji aðilinn er inni í myndinni. Í viðleitni sinni
til að átta sig á hvernig á því stendur að kauðinn sá, sem kallast faðirinn,
nýtur sérstakrar hylli móðurinnar, uppgötvar barnið þann líffræðilega mun
sem við blasir: faðirinn er með typpi. Þessi staðreynd, og/eða þetta líffæri,
öðlast gríðarlegt vægi og tekur á sig mynd völsans, sem er máttugt merki um
vald og mátt, eins konar veldissproti. Sá sem hefur völsann ræður, lögmálið
er hans – og, það sem meira er, valdið tryggir honum óhjákvæmilega hylli
móðurinnar þegar allt kemur til alls. Kostirnir sem barnið stendur frammi
fyrir eru því að sætta sig við vald föðurins, og fallast á að hann sé með völs-
ann, eða streitast gegn valdinu og halda því þannig fram að það, barnið sjálft,
sé líka með völsann, eða í það minnsta með annan völsa sem í reynd er þó
10 áhersla sálgreiningarinnar á völsann eða typpið, ekki síst í meðförum Freuds og
Lacans, hefur sætt mikilli gagnrýni um áratuga skeið, til dæmis af hálfu Juliu Krist-
evu og Luce Irigaray – og skyldi engan undra. Sé ætlunin að sálgreiningin eigi við
mannlegar verur almennt hlýtur að vera eitthvað bogið við að ljá æxlunarfærum
karlkynsins jafn miðlægt hlutverk og raun ber vitni. Þessari lögmætu gagnrýni verð-
ur þó ekki gefinn mikill gaumur hér, af þeim ástæðum helstum að greining Deleuze
og Guattari á sálgreiningunni er, þrátt fyrir allt, af þeim meiði sem miðast við mann-
veruna almennt. engu að síður má sannarlega leiða af gagnrýni þeirra öflug mótrök
gegn karlmiðjun sálgreiningarinnar þegar öllu er á botninn hvolft. Sjá um þessi efni
Monique David Ménard, Deleuze et la psychanalyse, París: Presses Universitaires de
France, 2005.
11 Sbr. Jacques Lacan, „Le stade du miroir comme formateur de la fonction du Je“,
Écrits, París: Seuil, 1966, bls. 93–100.