Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 40
LáTIð FLæðA
43
Skemmst er frá því að segja að kenningasmíð hans um þessi efni, til dæmis í
ritgerðinni „Handan vellíðunarlögmálsins“, fer öll fram undir merkjum tví-
hyggju þar sem vellíðunarlögmáli er stillt upp andspænis raunveruleikalög-
máli, tortímingu andspænis varðveislu, dauðahvötum andspænis lífshvötum
og sjálfshvötum andspænis kynhvötum. Freud veit raunar mæta vel af þessu
einkenni hugsunar sinnar og gengst við því fortakslaust í ritgerðinni, en
hann dregur um leið saman ágreining sinn við fyrrum lærisvein sinn og sam-
starfsmann, Carl Gustav Jung. Munurinn er sá, segir Freud, að Jung varð á,
„af vanhugsaðri ákefð“, að nota „orðið „líbídó“ um hvataorku yfirhöfuð“.14
Úr þessu varð einhyggja sem er Freud ekki að skapi – hann heldur fast í þá
skoðun sína að líbídóin sé einungis virk í þeim hvötum sem miða að varð-
veislu lífs, en ekki tortímingu þess. eros er ekki það sama og Þanatos, né
heldur eru þau af sama meiði; hvatirnar, og orkan sem þeim fylgir, eru í eðli
sínu af tvennum toga.
Að þessu sögðu er nauðsynlegt að benda á að Freud átti í nokkru brasi
með þessa tvíhyggju sína. Honum var auðvitað ekki ókunnugt um að kyn-
hvötin tekur á sig ýmsar myndir, og ekki er alltaf ljóst hvenær þær þjóna
varðveislu lífsins eða tortímingaröflunum. Sú ánægja sem menn finna í þján-
ingu og pínslum virðist ganga gegn tvíhyggjulíkani Freuds, og olli honum
miklum heilabrotum eins og ritgerðin „Orkunýtingarvandi masókismans“
vitnar um.15 Þar gengur Freud raunar svo langt að setja fram nýtt lögmál,
sem hann kallar nirvanalögmálið, til viðbótar við vellíðunar- og raunveru-
leikalögmálið. Þetta nýja lögmál tekur við því hlutverki að tjá tilhneigingar
dauðahvatarinnar, en vellíðunarlögmálið verður í staðinn fulltrúi líbídóar-
innar (lífshvatanna). Raunveruleikalögmálið verður aftur á móti sérlegur
fulltrúi hins ytri heims og fyrir atbeina þess tekur vellíðunarlögmálið að
þjóna lífshvötunum í stað hinnar blindu fylgispektar við nirvanalögmálið
og dauðahvatirnar.16
Þessi bragarbót reynist þó ekki leysa vandann, og í framhaldinu neyðist
Freud til að fallast á að hvataflokkarnir tveir séu aldrei algjörlega hreinir
hvor af öðrum í reynd, „aldrei er um að ræða hreinar lífshvatir eða hreinar
dauðahvatir heldur einungis sambland þeirra í mismiklu magni“.17 Í reynd er
hver einstök lifandi mannvera aldrei algerlega undirlögð af annaðhvort lífs-
14 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 136.
15 Sigmund Freud, „Orkunýtingarvandi masókismans“, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson
þýddi, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002, bls. 301–313.
16 Sjá sama rit, bls. 302–303.
17 Sama rit, bls. 306.