Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 42
LáTIð FLæðA
45
skyldunnar og þeirrar (þakkar)skuldar sem einstaklingurinn stendur í við
samfélagið, siðferðið – og föðurinn.20
eins og sjá má er umræða Freuds um þessi málefni engan veginn einhlít
eða einföld. Tvíhyggjan sem hann vill halda í, til aðgreiningar frá meintu
villuráfi Jungs, virðist á köflum taka á sig torkennilegar myndir. Til dæmis
má velta því fyrir sér, í ljósi umræðunnar hér á undan, hvar kynhvatirnar
komi inn í myndina. Í „Handan vellíðunarlögmálsins“ eru þær sagðar vera
hið eina sanna lífsafl, það sem tryggir áframhaldandi varðveislu lífsins enda
þótt einstaklingarnir hnígi til foldar hver á fætur öðrum og verði að mold.
Kynhvötunum er með öðrum orðum ætlað það æðsta hlutverk að leiða til
æxlunar, það er samruna kynfrumna. Kynfrumur verða þannig miðlar lífsins
og boðberar lífshvatarinnar, og í reynd eru þær einu frumurnar sem kunna
ráð við þeirri hrörnun sem allt líf er ofurselt. Þannig verða kynfrumurnar
það eina sem einstaklingurinn hefur til brunns að bera sem ekki er hjóm
eitt – í þeim er fólginn eini möguleikinn á ódauðleika sem lífverum stendur
til boða.21 Þegar öllu er á botninn hvolft er tilgangur einstaklingsins sá einn
að koma til skila því hráa og óhlutstæða lífi sem hann á einnig tilvist sína að
þakka – lífinu sem kynfrumur innihalda, allt annað eru umbúðir. eða, nánar
sagt: lífið skiptist í tegundir, og tegundirnar viðhalda sjálfum sér og reyna
jafnvel að eflast á kostnað annarra tegunda; og hlutverk einstaklingsins er
að miðla áfram þeirri sérstöku birtingarmynd hins almenna lífs (á jörðu eða
í alheimi) sem tegundin er. Þegar málum er lýst á þennan hátt er erfitt að
stilla sig um að draga þá ályktun að sjálf líbídóin, lífsmagnið sem býr í ein-
staklingnum og helst í hendur við þá ánægju sem hann hlýtur af lífinu, sé
ekkert annað en hið óhlutbundna líf sem tekið hefur sér bólfestu í einstakl-
ingnum og heldur honum gangandi (kveikir hjá honum hin ýmsu áhugamál,
langanir og þrár) í þeim eina tilgangi að viðhalda tegundinni. Lífshlaup ein-
staklingsins á sér ekkert annað markmið; æxlunin er hið æðsta. Sú hugdetta
hinnar einstöku lífveru að hún sé á einhvern hátt einstök í sinni röð, að hún
eigi sér tilgang sem sé sprottinn úr hennar helgustu sálardjúpum, að hún
hafi eitthvað markvert fram að færa við samfélagið og veruleikann sjálfan
20 Þess má geta í framhjáhlaupi að það er í þessu samhengi sem Freud slær fram þeirri
þekktu fullyrðingu sinni að boð samviskunnar, skylduboðin skilyrðislausu sem hann
kennir að sjálfsögðu við Kant, beri með sér einhvern ókennilegan skyldleika við sad-
isma. Sjá Sigmund Freud, „Orkunýtingarvandi masókismans“, bls. 310. Sbr. einnig
Jacques Lacan, „Kant avec Sade“, Écrits, París: Seuil, 1966, bls. 765–790, og Slavoj
Žižek, „Kant með (eða á móti) Sade“, Haukur Már Helgason þýddi, Hugur 16/2004,
bls. 76–90.
21 Sbr. Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, bls. 122.