Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 47
BJÖRn ÞORSTeInSSOn
50
Það er alls staðar að verki, stundum linnulaust, stundum með hlé-
um. Það andar, það hitnar, það borðar. Það skítur, það ríður. Hvílík
vitleysa að hafa talað um þaðið. Alls staðar eru vélar, engan veginn
í óeiginlegri merkingu: vélar úr vélum, með tengslum sínum og
tengingum. Líffæravél er sett í samband við uppsprettuvél: önnur
lætur flæða og hin rýfur flæðið.40
Vélar – „engan veginn í óeiginlegri merkingu“. Líkaminn, líkami minn, er
vél. ein vél (kvenlíkami) tengist annarri vél (karllíkama) og flæði á sér stað
(sæði), og það verður til þess að önnur vél (sáðfruma) tengist enn einni vél
(eggi) og rennur saman við hana svo úr verður ný vél (fósturvísir). Fósturvísir
verður að fóstri sem tengist móðurlífinu – lífi móðurinnar – með streng, og
þiggur þaðan flæði næringar, og vex – uns úr verður barn, nýr einstaklingur
sem „kemur í heiminn“. Til verður ný vél, nýr efnislegur bólstaður fyrir lífið
sem tekur umsvifalaust að láta flæða og taka við flæði: öskur, grátur, þvag,
hægðir, mjólk, hlýja, hljóð, orð, snerting, ljós, bros… Deleuze verður í ritum
sínum tíðrætt um sakleysi verðandinnar, og sækir það orðalag til nietzsches
– og við blasir að þetta sakleysi er náskylt þeirri alvöru barns að leik sem sá
síðarnefndi ræðir um í Handan góðs og ills.41 Í Antí-Ödipusi beina höfundarnir
líka sjónum að barninu og tilvistarháttum þess, og benda á að í könnun sinni
á umheiminum sé barnið fyrst og fremst „frumspekileg vera“42 sem beinir
athygli sinni óskiptri að þeim hlutaviðföngum (svo notað sé hugtak Freuds)
sem fyrir verða og verða ekki skilin sem fulltrúar eða tákn fyrir foreldrana.43
Með hugtak Spinoza um siðfræði í huga öðlast þetta sakleysishugtak aukinn
mátt: í íverunni, veruleika véla og flæðis, er ekkert í sjálfu sér illt eða gott
í siðferðilegri merkingu, heldur aðeins gott eða slæmt – það er gott sem
styrkir og slæmt sem veikir. Rétt er að taka fram að hinn mennski einstakl-
ingur (svo dæmi sé tekið) er engan veginn einn og óbrotinn þegar vélarnar
eru annars vegar, vélfræði hans er ekki einhlít og vélarnar alltaf fleiri en ein,
raunar fjölmargar. Fyrir vikið opnast einstaklingnum stöðugt nýir mögu-
leikar, nýjar leiðir til að vinna úr því sem er á hans færi: „Þannig erum við
öll þúsundþjalasmiðir; hvert okkar um sig er sín eigin litla vél.“44 Vélarnar
40 Sama rit, bls. 7.
41 Sbr. til dæmis Gilles Deleuze, Nietzsche et la philosophie, París: PUF, 1962, bls. 25;
Friedrich nietzsche, Af sifjafræði siðferðisins, bls. 108 (II, 7), 131 (II, 15), 142 (II, 20);
Friedrich nietzsche, Handan góðs og ills, bls. 191 (§94).
42 Gilles Deleuze og Félix Guattari , L’Anti-Œdipe, bls. 57.
43 Sbr. sama rit, bls. 54.
44 Sama rit, bls. 7.