Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Side 51
BJÖRn ÞORSTeInSSOn
54
ingarinnar í beinum tengslum við þá frumspekilegu grundvallarafstöðu sem
tengja má við náttúruupplifun. Í upphafi Antí-Ödipusar taka Deleuze og Gu-
attari til umræðu smásöguna Lenz eftir Georg Büchner þar sem segir frá rit-
höfundinum J.M.R. Lenz og villuráfi hans. Lenz glatar tilfinningunni fyrir
stund og stað; hann reikar um „í fjalllendinu, undir snjódrífunni, með öðrum
guðum eða engum guði yfirleitt, án fjölskyldu, föðurlaus og móðurlaus, með
náttúrunni“.62 Að því kemur að vitund hans virðist hreinlega leysast upp og
hann rennur saman við umhverfið eða alheiminn í heild sinni. Deleuze og
Guattari draga eftirfarandi ályktanir af þessari reynslu:
Lenz hefur komið sér fyrir handan greinarmunarins maður-nátt-
úra, handan allra þeirra staðarákvarðana sem stjórnast af þessum
greinarmun. Hann upplifir ekki náttúruna sem náttúru, heldur sem
framleiðsluferli. Þar er hvorki maður né náttúra lengur, heldur að-
eins ferli sem framleiðir annan þáttinn í hinum og tengir eina vél
við aðra. Hvarvetna framleiðslu- eða langanavélar, kleyfhugavélar,
gjörvallt lífið almennt talað: ég og ekki-ég, hið ytra og hið innra
hafa enga þýðingu.63
Þannig verður Lenz áskynja um þau „sláandi og myrku sannindi sem hrærast
í óráðinu“,64 nefnilega að „allt er framleiðsla“.65 „Allt“ ber hér að skilja sem
heild mannveru og náttúru, og raunar þýðir þessi staðreynd, að allt er fram-
leiðsla, að fráleitt er að skilja mannveru og náttúru að með samtengingunni
„og“.66 náttúran er framleiðsluferli sem maðurinn er hluti af. Þetta skynjar
Lenz, og í óráði hans eru fólgin mikilvæg sannindi. Að því sögðu er nauð-
synlegt að skilja að Deleuze og Guattari ætla sér ekki að upphefja hlutskipti
kleyfhugans á eindreginn eða einfeldningslegan hátt. Þvert á móti gera höf-
undar Antí-Ödipusar sér ljósa grein fyrir þjáningu kleyfhugans.67 Guattari
var geðlæknir og vann náið með illa höldnum sjúklingum um áratuga skeið,
og þó að lærdómurinn sem höfundarnir draga af hlutskipti kleyfhugans sé
62 Gilles Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe, bls. 7–8.
63 Sama rit, bls. 8.
64 Sama rit, bls. 9.
65 Sama rit, bls. 10.
66 Í Kátu vísindunum (Die fröhliche Wissenschaft, §346) skrifar nietzsche (sbr. Gilles
Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe, bls. 128): „Það setur að okkur hlátur þegar
við sjáum „manni og heimi“ stillt upp hlið við hlið með dýrðlegan hroka smáorðsins
„og“ á milli sín!“ („[…] wir lachen schon, wenn wir ‚Mensch und Welt’ nebeneinan-
der gestellt finden, getrennt durch die sublime Anmaßung des Wörtchens ‚und’!“).
67 Sbr. til dæmis Gilles Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe, bls. 30.