Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Síða 53
BJÖRn ÞORSTeInSSOn
56
böndum á þær frjálsu tengingar sem einkenna dulvitundina, þá skapandi
margræðni sem henni er eðlilegt að stafa frá sér, og öllu skipað undir merki
einræðninnar. Gegn henni tefla Deleuze og Guattari fram nýrri (meðferðar)
stefnu, nýrri aðferð, nýrri verkfærakistu hugtaka og aðferða sem ætlað er
að losa sköpunarkraftinn úr viðjum, til dæmis með því að gefa sjúklingnum
kost á að svara spurningum án hinnar lögbundnu tilvísunar til Ödipusar-
þríhyrningsins, og hjálpa honum þess í stað að bera kennsl á sínar eigin
langanavélar og sinna þeim, smyrja þær og fága.73 Þessa stefnu kalla Deleuze
og Guattari kleyfgreiningu (fr. schizoanalyse) með fölskva- og kinnroðalausri
skírskotun til kleyfhugans sem „einu flóttaleiðarinnar“74 frá afarkostum
Ödipusarhyggjunnar: annað hvort leysir þú Ödipusarvandann (þinn eigin
Ödipusarvanda!) eða þú verður okkur að bráð (og féþúfu). Í Antí-Ödipusi
setja höfundarnir oftar en einu sinni fram eins konar stefnuskrá eða herhvöt
kleyfgreiningarinnar:
Kleyfgreiningin ætlar sér ekki að leysa Ödipusarvandann, hún
þykist ekki leysa hann betur en sálgreining í anda Ödipusar gerir.
Hún ætlar sér að leysa dulvitundina úr viðjum Ödipusar til að opna
leiðina að hinum raunverulegu vandamálum. Hún ætlar sér að ná
til þeirra svæða hinnar munaðarlausu dulvitundar, sem eru einmitt
„handan alls lögmáls“, þar sem ekki er einu sinni lengur hægt að
setja vandamálið fram. Jafnframt deilum við ekki heldur þeirri böl-
sýni sem felst í því að telja að þessari breytingu, þessari lausn verði
einungis komið til leiðar utan sálgreiningarinnar. Við trúum þvert
á móti á möguleikann á innri viðsnúningi sem breytir sálgreining-
arvélinni í ómissandi hluta byltingarbúnaðarins.75
Hér verður sú kynngimagnaða hugsun sem Antí-Ödipus hefur að geyma
ekki rakin lengra. einhvers staðar verður að láta gott heita. en eins og þessi
orð höfundanna bera með sér er bókinni ekki einvörðungu ætlað að snúast
um sálgreininguna út af fyrir sig – og allra síst þá tómstundaiðju borgara-
stéttarinnar sem henni hættir alltaf til að verða.76 Öllu heldur er markmiðið
að leysa úr viðjum þann mátt sem í sálgreiningunni býr – eða kannski öllu
heldur í merkustu uppgötvun hennar, dulvitundinni sem (byltingarkennd-
um) sköpunarkrafti fyrst og fremst.
73 Sbr. Gilles Deleuze og Félix Guattari, L’Anti-Œdipe, bls. 54.
74 Sama rit, bls. 95.
75 Sama rit, bls. 97.
76 Sbr. sama rit, bls. 59; 76; 115.