Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 63
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR
66
hið kvenlæga, þröngvar hann konunni til að takast á við sorgina á röngum
forsendum. Um þetta hefur Viðar Þorsteinsson skrifað í greininni „Á klafa
sjálfsbjargar“ sem fjallar um „díalektískt kúgunarsamband skynseminnar við
náttúruna,“ eins og það birtist í Andkristi. Viðar segir meðal annars:
Einfalt kann að virðast að lesa mynd von Triers sem einbera stað-
festingu á klisjum um eðli karla og kvenna, sem sannarlega er
yfirdrifið nóg af í myndinni. En þegar nánar er að gáð felst dýpri
ögrun myndarinnar í því hvernig skynsemi mannsins er gagn-
rýnd sem tæki til yfirráða og drottnunar, tæki sem á sér birtingar-
mynd í drottnun karlaveldis yfir konunni. Þótt á yfirborðinu kunni
myndin að virðast fjalla um illt eðli konunnar sem einhvers konar
staðreynd og ali þannig á kvenfyrirlitningu er meginumfjöllunar-
efni myndarinnar […] þvert á móti gagnrýni á kúgun karllægrar
skynsemi á því sem talið hefur verið tengjast konum og meintu eðli
þeirra í gegnum aldirnar.17
Karlmaðurinn beitir skynseminni sem kúgunartæki til að þvinga konu sína
til að takast á við ástand sitt og sorgarferli. En þar er hann á villigötum.
Skynsemin er tortímandi afl ef upplifun og skynjun á veruleikanum í tíma
og rúmi fær ekki notið sannmælis um leið. Snemma í kvikmyndinni kast-
ar eiginkonan fram þeirri staðhæfingu að Freud sé dauður og af samspili
hjónanna í þessu atriði má auðveldlega sjá að hún lætur þessi orð falla til að
þóknast honum, en þó ekki án kaldhæðni. Áhorfanda, sem þekkir til kenn-
inga Freuds, ætti hins vegar að vera ljóst að ef Freud er dauður þá gengur
hann aftur og má segja að andi hans sé sínálægur í þeirri atburðarás sem fer
af stað í kjölfarið á þessu samtali.
Eins og Freud benti á í ritgerðinni „Handan vellíðunarlögmálsins“ ber
ekki að rugla saman kvíða og áfallstaugaveiklun eða eftirköstum trámatískrar
upplifunar. „Kvíði lýsir því, að maður býst við hættu eða býr sig undir hana,
enda þótt hún kunni að vera óþekkt.“18 Hinn trámatíseraði er ekki kvíðinn.
Hann er hræddur. „Hræðslan er […] nafn á ástandi, sem einhver kemst í,
17 Viðar Þorsteinsson, „Á klafa sjálfsbjargar. Vísindi sem drottnun í Antíkristi og Dí-
alektík upplýsingarinnar“, Vísindavefur. Ritgerðasafn til heiðurs Þorsteini Vilhjálmssyni
sjötugum 27. september 2010, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010, bls.
251–268, hér bls. 258.
18 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins“, Ritgerðir, Sigurjón Björnsson
þýddi, ritaði inngang og skýringar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2002,
bls. 92.